Kvartmílan > Spyrnuspjall
INDEX MÁL
Shafiroff:
Sælir félagar.Þarna skjátlast þér vinur , þessu var ekki beint til þín en það er ekki mergurinn málsinns heldur reglurnar og málefnið sem slíkt. Þetta var svona SVARTUR húmor smá innskot til að krydda umræðuna , ekkert annað.
Gretar Franksson.:
Sælir, það að starta á jöfnu er bara annar flokkur, þar sem allt er leyft, og getur ekki verið OF. OF byggir á jöfnun miðað við búnað og er afsprengi af Competition, vinsælum alvöru kappakstursflokki. Það væri gaman að skoða tímana sem OF-bílar hafa verið að taka. Lægsti tíminn vinnur ef startað er á jöfnu óháð búnaði. Það verður önnur útkoma. Það bara verður að vera einhverskonar jöfnun ef tækin eru með mismunandi vélar og misþungir.
Stefán, ég efa að Auðun sé að meina eitthvað um þig, þú gerir það bara gott, nú er bara að halda strikinu. Þú stóðst þig vel í síðustu keppni.
Skrif mín eru mínar persónulegar skoðanir, Gretar Franksson
Shafiroff:
Sælir . Já einmitt flottur bíll og gaman að sjá hvað bíllinn er stöðugur á tímum og já flottur. Allt í lagi að koma því hér að ,að þegar ég litli bró og frændi mættum með CAMAROINN í fyrsta sinn fyrir 20 árum ,þá vorum við teknir í bakariið svo um munaði.en okkur tókst að vinna fyrstu keppnina eftir að mig minnir 6 keppnir . Það var síðasta keppnin það árið .Þessu gleymir maður aldrei og það var ekki leiðinlegt að fara inn í veturinn með þann sigur þrátt fyrir misgott gengi til að byrja með. Þetta er eins og ástin STEBBI þetta kemur aftan að þér og eiginlega þegar þú átt alls ekki von á því hehe.
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version