Kvartmílan > Spyrnuspjall

INDEX MÁL

<< < (2/4) > >>

Stebbik:
Sælir aftur félagar.Þar sem ég er byrjandi í þessu sporti langaði mig bara að varpa þessu fram með þetta index kerfi .
þetta var mín fyrst keppni með þessu fyrirkomulagi sem ég hef tekið þátt í ,(vonandi verða þær fleyri) :oops:
kannski þess vegna var ég hissa á hvernig þetta gengur fyrir sig .( var ekki búinn að skoða reglurnar betur) :shock:
ég vona að ég hafi ekki verið með einhver leiðindi með því að minnast á þetta keppnisfyrirkomulag sem er örugglega
mjög skemtilegt þegar maður hefur sett sig inn í þetta. #-o

mbk.Stefán


Shafiroff:
Sælir kRYPPLINGAR. jÁ ELSKU DRENGURINN MINN ÞETTA ER BESTa kerfið ,en það má alltaf laga og bæta og er það sífellt í skoðun það er að segja í USA.'ÞÚ ÁTT EFTIR AÐ NÁ ÞROSKA ENGIN SPURNING. KV

eva racing:
Hæ.
   þakka innleggið sem komið er,  þannig að nú er þetta aðeins klárara.  og mér sýnist allir nokkuð sáttir við þetta eða hvað.??
Ef menn eru með einhverjar hugmyndir um að breita einhverju er um að gera að koma með þær hér og nú..
   Hin ágæta reglunefnd tekur þá ábyggilega þær tillögur til athugunar. 

  Þessi flokkur (einsog aðrir) er náttúrlega fyrir keppendur. (já, já, smá fyrir áhorfendur.)

Hverju viljið þið bæta inní.

1.  15% auka fyrir nos.???  (350 cid verður 403 cid á "töflunni")
2.  15% auka fyrir blásara. ???
3.  5%  auka fyrir alka. ???
4.  25% auka fyrir alka og blásara
5.  skylda menn til að komast tvær ferðir í röð án kælinga og svo 20 mínútur. (má samt draga til baka og pakka fallhlíf (en ekki strauja hana) ??
6.  allir á jöfnu og pró trí. (0.500 eða 0.400) ??
7.  sama ljós og er en pró trí. ??
   ef mönnum hugnast eitthvað af þessu þá er spurning t.d. með nos, ef kerfið er í bílnum (kútur) þá fari þeir á nos index.
 
  Nú eða hvað annað sem flokksmönnum (velunnurum) dettur í hug.
Ekki væri leiðinlegt að menn kæmu með svör við listanum bara í númera röð t.d. tjaa, já, hmm, nei, eruð þið ruglaðir.

Kveðja Valur Vífilss. spámaður....
     

stigurh:
Ég skil eiginlega ekki hvaða þörf er fyrir breytingar. Þetta eru mestmegnis bara Leifur og ég !!  og við erum á pari, vonandi ! Nokkrir hafa komið og farið en mér sýnist að það verði mest við Leifur áfram. Þar að auki er valdið hjá "stjórninni" sem örugglega tekur til sinna ráða ef einhver nær markaðsráðandi stöðu, eða þannig.

stigurh keppnis "reglumaður"

Gretar Franksson.:
Stefán það er bara gott hjá þér að nefna þetta. Þú sérð að þetta vekur okkur hina upp til að viðra málið. Ég er nú sammála Stíg, að það hafa fáir verið að keppa á fullu í OF undanfarin ár. Sé ekki sérstaka þörf á reglubreytingu meðan engin er að gera neitt sérstaklega út úr kortinu. Þá á ég sérstaklega við með Alcahol+blásara sem er alveg út úr.(en það er líka erfitt eins og sást með Þórð, það þarf track og kælitíma ofl...). Þannig Valur, í bili eru allar 7 tillögurnar felldar og sjáum bara til.
Gretar Franksson.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version