Jú, það er ekki annað í stöðunni
Annað hvort er Skeljungur ekki nægilega burðugt til að halda birgðir af þessu bensíni eða hitt að yfirvöld eru ekki að gefa gjaldeyrisheimildir fyrir svona LÚXUS!
Ef svo er þá spyr maður sig hvort að 98 okt. birgðirnar þrjóti einnig???
Ég prófa 98 okt. a.m.k. á meðan það er til.
Tjúnnin sem ég nota m.v. 93 okt. bensín í USA - sú tala er fundin með því að taka MON-gildi og RON-gildi bensínsins og deila með tveimur. Skv. upplýsingaskjali sem ég fann um V-Power þá var þetta gildi nálægt 93 okt. Gott væri að fá uppl. um RON og MON í 98 okt. bensíni því sem fæst á Olís og N1 (get ekki fundið þetta á vefjum þeirra)
Ef þetta eru horfurnar þ.e. LÚXUS bensínið fæst ekki flutt inn þá spyr ég mig hvað verður um kappaksturíþróttirnar í sumar!