Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Bensín - 99 V-Power

<< < (4/7) > >>

SMJ:
Ég kannaði þetta á sínum tíma með V-Power bensínið. Skv. upplýsingum sem ég fékk frá UK, á þetta að vera mjög gott bensín og þar á bæ lofsamað. Sérstaklega var það talið gott á bílanna mína, eða Audi TT og Cosworth´inn. Ég kannaði einnig hvort oktantalan væri rétt og þessi góðu aukaefni sem eiga að vera í þessu bensíni og var það allt í lagi, en þetta var fyrir 2-3 árum. Ég hef bara keypt þetta bensín og hefur það reynst mér vel en það má vel vera að annað bensín sé jafngott eða jafnvel betra? Þá kaupi ég það bara. En setup´ið fyrir Cossie er 98 okt. En það er einkennilegt að þeir skuli hætta með V-Powerið m.v. markaðstarfið hjá þeim, en kannski er salan hér ekki næganlega mikil.

einarak:
N1 selur 98 oktana bensín á eftirfarandi þjónustustöðvum og stendur ekki til að hætta því:

Ártúnshöfði
Ægisíða
Stóragerði
Gagnvegur
Fossvogur
Lækjargata
Háholt
Hringbraut
Aðalstöðin Keflavík
Hyrnan Borgarnesi

SnorriRaudi:
Svo var náttúrulega 100 okt til á dælu uppá höfða hjá Olís, þori ekki að fara með það hvort það er enn til, er fluttur úr bænum.

Reyndar frekar dýr dropinn, en var aðgengilegt á dælu þar og með sjálfsala.

Lindemann:

--- Quote from: SnorriRaudi on April 25, 2010, 21:16:03 ---Svo var náttúrulega 100 okt til á dælu uppá höfða hjá Olís, þori ekki að fara með það hvort það er enn til, er fluttur úr bænum.

Reyndar frekar dýr dropinn, en var aðgengilegt á dælu þar og með sjálfsala.

--- End quote ---

það er nú eitthvað umdeilt með það bensín hvort það sé blý í því eða ekki.....
sumir vilja halda því fram að það sé blýlaust, en ég hef aldrei fengið neina staðfestingu á því.

baldur:
Það er alveg klárlega blý í því. Púströrið verður fallega ljósgrátt að innan.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version