Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Bensín - 99 V-Power
bæzi:
--- Quote from: 1000cc on April 18, 2010, 14:05:39 ---Sælir
það hefur verið svo lítil sala á v-pover undanfarinn ár að ég get ekki ímyndað mér að það sé gott
bensín. Ég hætti að nota þetta 2002 og fór að nota 98 okt af því að það var mikið meiri sala á því. Svo að maður væri ekki að kaupa einhvað drasl. Í fyrra(09) dyno testaði ég 600cc hjól sem var á 95 okt skilaði 118 hp svo var sett á það v-power og það skilaði 113 hp sem sagt tapaði 5 hp við v-power (hjólið er með þjöppu 14.4:1)
Og það staðfesti það sem að margir höfðu sagt við mig og þar á meðal Bjarni og Gunnar sem eru að selja race bensínið.
Kv.Diddi
--- End quote ---
já þetta er athyglisvert Diddi ....
98okt á eftir...
hvar er N1 með 98 ekki á öllum stöðum er það?
kv Bæzi
Racer:
olís við skeifu hefur 98 okt þegar ég var þarna fyrir nokkrum vikum.
annars hefur eða hafði n1 98 okt á þessum stöðvum: Ártúnshöfða-Hringbraut-Lækjargata (hfj)
mig hefur alltaf grunað að vpower hérna heima er ekki 99 okt heldur 95 með okt. booster og hreinsiefnum.
ég vil E85 hingað ;)
íbbiM:
ég fann mikin mun á imprezu gt og srt4 neon á 95 og svo vpower
-Siggi-:
Ég var alltaf að keyra á 98 frá N1 en var að lenda í því að það var ekki sama hvar það var keypt.
T.d. var bíllinn að forsprengja hjá mér ef ég keypti 98 hjá N1 á stöðinni í Hf.
Síðan skipti ég yfir í V-power og það hefur aldrei klikkað.
Svenni Devil Racing:
usss þið eru heppnir að geta bara farið á dælu og tekið bensín sem er hærra en 95 okt , vildi að að það væri svona þjónusta hér líka
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version