Author Topic: Mustang umræða.  (Read 13109 times)

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: Mustang umræða.
« Reply #20 on: March 11, 2010, 16:40:04 »
Sælir félagar. :)

Þá erum við komnir í enn eina Mustang umræðuna, sem mér finnst persónulega alls ekki svo slæmt. :mrgreen:

Ok Þá er best að byrja á því sem að þessar gömlu gráu muna eftir.

Þessi hérna er gamli "R68302" eins og Hilmar sagði hér að ofan:


Og hér er sami bíllinn mörgum árum fyrr:


Og hér:


Og hér á sýningu í Sýningahöllinni (nú Húsgaganahöllinni ofl...):


Hann fór til Portúgal að mig mynnir, allavega var eigandinn Portúgali, en ég reyndi einmitt að kaupa af honum bílinn til að ná í gírkassann úr honum sem að var 4. gíra Toploader "close ratio" sem sagt öflugasti beinskipti kassinn frá Ford.
En að sjálfsögðu vildi maðurinn ekki selja. :-(

Sá Svarti sem að kemur næst er hugsanlega bíllinn sem að er blár  og krumpaður að framan á myndunum að neðan.
Ég gæti trúað því að þetta sé bíllinn sem að hann Egill Guðmundsson heitinn átti og var með 351W.

Um bílinn sem var á Þórshöfn veit ég ekkert um, en sá næsti í röðinni, þessi hérna:



Stóð í mörg ár Í Írabakka eða Kóngsbakka, þá er ég að tala um milli 1980-ca 1985.
Síðan fór einhver að falast eftir honum og þá fór eigandinn loksins að vinna í bílnum og setti hann á götunurnar, en bíllinn var hroðalega ryðgaður.
Það má vera að þetta sé bíllinn hans Einars "R-19968"???

Ég reyndar heyrði þá sögu að bíllinn væri ónýtur?

Hvað varðar þennan gráa, þá man ég eftir honum á rúntinum  um 198?
Það var mikið af svörtum strípum á honum og svartir flekkir á húddinu.

Væri ekki ósennilegt að hann væri horfinn í dag.

Ég set meira inn þegar þessar gráu fá annað kast og fara í gang.

Kv.
Hálfdán. :roll:

Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Mustang umræða.
« Reply #21 on: March 11, 2010, 17:10:05 »
Djö.... er hann reffilegur þarna á Ö númerinu 8-)
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Mustang umræða.
« Reply #22 on: March 11, 2010, 19:23:51 »


Sá Svarti sem að kemur næst er hugsanlega bíllinn sem að er blár  og krumpaður að framan á myndunum að neðan.
Ég gæti trúað því að þetta sé bíllinn sem að hann Egill Guðmundsson heitinn átti og var með 351W.

Kv.
Hálfdán. :roll:



Stemmir ekki, fór að skoða þetta betur í gærkvöldi og bíllinn sem Egill var á er '67 módel, á '67 bílnum eru engin ljós í afturbretti + og ristar fyrir aftan hurð í stað "skóps"  :wink:



Þessi er '68 árg, ljós í afturbretti og "skóp" fyrir aftan hurð.  :-k
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Leon

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
Re: Mustang umræða.
« Reply #23 on: March 11, 2010, 19:30:03 »
Maggi ég held að þetta sé minn gamli.
Leon Hafsteinsson.
1970 Ford Mustang Mach-1
1970 Ford Mustang BOSS 302

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Mustang umræða.
« Reply #24 on: March 11, 2010, 19:36:59 »
Maggi ég held að þetta sé minn gamli.

Jújú, það gæti líka allt eins verið þar sem þinn var í þessum litum um tíma, þetta er þá bara spurning með húddið.  :-k
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Big Al

  • In the pit
  • **
  • Posts: 74
    • View Profile
Re: Mustang umræða.
« Reply #25 on: March 11, 2010, 19:44:13 »
Moli!!!!
Wild gisk
Ekki getur verið að þessi svarti sé rauði bíllin sem er í árbænum þ.e.a.s  R 19968.
Ef maður skoðar bílastæðin þá voru svona gráir kassar í sumum portunum í Hraunbænum og honum er lagt nákvæmlega eins og bíllinn stóð í vetur.
Þettað er bara smá gisk, gaman að velta því fyrir sér.

Kv Aðalsteinn Már
Mercedes Benz E 250 CDI 2012
Mercedes Bens R 320 CDI 2006
Jeep Wrangler 1994

Aðalsteinn Már Klemenzson

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Mustang umræða.
« Reply #26 on: March 11, 2010, 19:56:33 »
Moli!!!!
Wild gisk
Ekki getur verið að þessi svarti sé rauði bíllin sem er í árbænum þ.e.a.s  R 19968.
Ef maður skoðar bílastæðin þá voru svona gráir kassar í sumum portunum í Hraunbænum og honum er lagt nákvæmlega eins og bíllinn stóð í vetur.
Þettað er bara smá gisk, gaman að velta því fyrir sér.

Kv Aðalsteinn Már

Bara hreinlega veit það ekki, hef ekki séð myndir af bílnum hans Einsa (R-19968) áður en hann varð rauður. Einar eignast reyndar sinn bíl 1995 sýnist á öllu að þessi mynd sé tekinn fyrir þann tíma.  :-k Svo er það spurning hvort að þetta gæti verið BH-999 sem er gamli bíllinn hans Leons, hann var svartur og dökkgrænn um tíma.

Þá er það bara pæling með húddið, svarti og dökkgræni bíllinn á síðunni hér á undan eru hugsanlega einn og sami bíllinn.

Og þá kemur annað.... ég hélt að gamli bíllinn hans Leons (BH-999) hefði fengið húddið af græna fastback bílnum hans Bjarna (R-1968, sem var með eins húdd og græni og svarti bíllinn hér á myndnum á undan) fljótlega eftir að Bjarni eignast hann, sem er rétt eftir 1990.  Myndin af dökkgræna bílnum er augljóslega tekinn fyrir þann tíma og stemmir því ekki að BH-999, og að svarti og dökkgræni bíllinn hér á myndunum á undan séu einn og sami bíllinn.  :-"  :lol:
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Gummari

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 861
  • UNICORN
    • View Profile
Re: Mustang umræða.
« Reply #27 on: March 11, 2010, 21:18:47 »
Þessi '68 bíll var á Þórshöfn eða þar í kring minnir mig, þekkir einhver sögu hans?

þessi er á kópaskeri þegar myndin er tekin um 92 og var svo keyptur í varahluti fyrir gula mustanginn sem var gerður upp( öllu heldur af-disco-aður )hér á álftanesi um 92-94

það virðist enginn hafa vitað mikið um þennan bláa og bleika í gegnum tíðina langar að vita meira um hann hann var 302 auto með falcon/torino/galaxie stóla og stokk með pilot skipti og hvítu rally stýri með ford merki

það sést illa en það er líka mynd á hurðinni beggja megin með hraðbraut út í sjóndeildarhringinn og bleik ský að ofan drullutöff örugglega á sínum tíma
69 Mustang Mach1
70 Pontiac Firebird              
77 VW Bjalla chop top                              

Toyota Auris Ökukennslubíll hjá frúnni
ÖKULIND s.8979969 tilboð fyrir KK

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Mustang umræða.
« Reply #28 on: March 11, 2010, 23:06:13 »
Hvað með þennan '68 bíl, þekkir einhver til hans?

Mynd tekin af Ingibergi Bjarnasyni.  8-)



Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Daði S Sólmundarson

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 28
    • View Profile
Re: Mustang umræða.
« Reply #29 on: March 12, 2010, 18:15:51 »
R 19968 var rauður með röndum áður en hann varð eins og hann er í dag var í Hveragerði frá 91 til 93 í eigu Örvars Árdal. Haann lét sprauta hann rauðan einlitan 1993 og seldi stuttu seinna.
Daði S Sólmundarson

Offline stebbsi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Re: Mustang umræða.
« Reply #30 on: March 14, 2010, 11:46:49 »
Svona fyrst mustang er svona mikið í umræðunni langar mig að forvitnast líka smá :mrgreen:

Hvaða bílar eru þetta?







stal myndunum frá mola  :D
Stefán Ingi Ingvason

1969 Dodge Dart GT

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Mustang umræða.
« Reply #31 on: March 14, 2010, 12:30:59 »
Efri bíllinn er ED-644. '72 Grandé sem var upprunnalega gulur, var á götunni síðast rétt fyrir aldamótin. Þessi mynd af honum er tekinn upp í Fornbílaklúbbsgeymslum á Esjumel fyrir nokkrum árum, bíllinn er farin þaðan en það var byrjað að gera hann upp eins og sést á myndinni, hann var eitt sinn svona. Sá sem átti hann á þessum myndum heitir Kiddi, sá sami og á í dag svarta '70 Mach 1 4 gíra Mustangin með gyltu strípunum og sá sem ég keypti '70 GTO-in af.





Neðri bíllinn er FM-978, '71 Grandé sem var rifinn endanlega um það leyti sem þessar myndir eru teknar. Var málaður grænn um aldamótin og skoðaði ég hann 2001 og var að hugsa um að kaupa en hætti snarlega við það vegna mikils ryðs sem í honum var. Hann stóð á sveitabæ rétt fyrir utan Akranes um þetta leyti.

Þessi mynd er síðan '99 eða '2000.

Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Gummari

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 861
  • UNICORN
    • View Profile
Re: Mustang umræða.
« Reply #32 on: March 14, 2010, 15:15:09 »
þessi mynd er 93-94 fyrir utan FG í Gbæ :wink:
69 Mustang Mach1
70 Pontiac Firebird              
77 VW Bjalla chop top                              

Toyota Auris Ökukennslubíll hjá frúnni
ÖKULIND s.8979969 tilboð fyrir KK

Offline Ztebbsterinn

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 424
    • View Profile
Re: Mustang umræða.
« Reply #33 on: March 14, 2010, 21:16:53 »




Abb babb babb.. Smá 'off topic'.. hvar er þessi hvíti w123 T Benz í dag?

Er þessi mynd tekin í Hveragerði eða á Akureyri? (vissi af 2 hvítum þar).
~~~~~~~~~~~~~
Delorean DMC "81
MB. 230C "80
MB. 300D "77
Swift Cabrio "92
~~~~~~~
Stefán Örn Stefánsson

Offline HK RACING2

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 971
    • View Profile
Re: Mustang umræða.
« Reply #34 on: March 14, 2010, 21:50:28 »




Abb babb babb.. Smá 'off topic'.. hvar er þessi hvíti w123 T Benz í dag?

Er þessi mynd tekin í Hveragerði eða á Akureyri? (vissi af 2 hvítum þar).
Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að miðað við 97 skoðunarmiðann á mustangnum þá er þetta 13 ára gömul mynd...
Hilmar B Þráinsson
Camaro SS 1970
BMW S2000 powered
Evo 7 rallý
Chevy Van 1978
Er að rífa Evo Corvette Camaro og fleiri...

Offline Ztebbsterinn

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 424
    • View Profile
Re: Mustang umræða.
« Reply #35 on: March 15, 2010, 08:03:19 »




Abb babb babb.. Smá 'off topic'.. hvar er þessi hvíti w123 T Benz í dag?

Er þessi mynd tekin í Hveragerði eða á Akureyri? (vissi af 2 hvítum þar).
Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að miðað við 97 skoðunarmiðann á mustangnum þá er þetta 13 ára gömul mynd...
Já og án efa er Benzinn í mun betra ásigkomulagi í dag heldur en þessi Mustang  :wink:
~~~~~~~~~~~~~
Delorean DMC "81
MB. 230C "80
MB. 300D "77
Swift Cabrio "92
~~~~~~~
Stefán Örn Stefánsson

Offline Gummari

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 861
  • UNICORN
    • View Profile
Re: Mustang umræða.
« Reply #36 on: March 15, 2010, 22:18:26 »
vá offtopic dauðans :shock: en þetta er GL 155 230TE sem Mamma átti og myndin er tekin í sjávargötu álftanesi 96 :wink:
69 Mustang Mach1
70 Pontiac Firebird              
77 VW Bjalla chop top                              

Toyota Auris Ökukennslubíll hjá frúnni
ÖKULIND s.8979969 tilboð fyrir KK

Offline Ztebbsterinn

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 424
    • View Profile
Re: Mustang umræða.
« Reply #37 on: March 16, 2010, 08:06:58 »
vá offtopic dauðans :shock: en þetta er GL 155 230TE sem Mamma átti og myndin er tekin í sjávargötu álftanesi 96 :wink:
Þakka þér  :wink:
~~~~~~~~~~~~~
Delorean DMC "81
MB. 230C "80
MB. 300D "77
Swift Cabrio "92
~~~~~~~
Stefán Örn Stefánsson