Sælir félagar.
Þá erum við komnir í enn eina Mustang umræðuna, sem mér finnst persónulega alls ekki svo slæmt.
Ok Þá er best að byrja á því sem að þessar gömlu gráu muna eftir.
Þessi hérna er gamli "R68302" eins og Hilmar sagði hér að ofan:
Og hér er sami bíllinn mörgum árum fyrr:
Og hér:
Og hér á sýningu í Sýningahöllinni (nú Húsgaganahöllinni ofl...):
Hann fór til Portúgal að mig mynnir, allavega var eigandinn Portúgali, en ég reyndi einmitt að kaupa af honum bílinn til að ná í gírkassann úr honum sem að var 4. gíra Toploader "close ratio" sem sagt öflugasti beinskipti kassinn frá Ford.
En að sjálfsögðu vildi maðurinn ekki selja.
Sá Svarti sem að kemur næst er hugsanlega bíllinn sem að er blár og krumpaður að framan á myndunum að neðan.
Ég gæti trúað því að þetta sé bíllinn sem að hann Egill Guðmundsson heitinn átti og var með 351W.
Um bílinn sem var á Þórshöfn veit ég ekkert um, en sá næsti í röðinni, þessi hérna:
Stóð í mörg ár Í Írabakka eða Kóngsbakka, þá er ég að tala um milli 1980-ca 1985.
Síðan fór einhver að falast eftir honum og þá fór eigandinn loksins að vinna í bílnum og setti hann á götunurnar, en bíllinn var hroðalega ryðgaður.
Það má vera að þetta sé bíllinn hans Einars "R-19968"???
Ég reyndar heyrði þá sögu að bíllinn væri ónýtur?
Hvað varðar þennan gráa, þá man ég eftir honum á rúntinum um 198?
Það var mikið af svörtum strípum á honum og svartir flekkir á húddinu.
Væri ekki ósennilegt að hann væri horfinn í dag.
Ég set meira inn þegar þessar gráu fá annað kast og fara í gang.
Kv.
Hálfdán.