Sælir,
Hér eru menn að lýsa því hvað þetta sé frábært spjall og hvað áhugi þeirra á kvartmílu sé mikill en í sömu setningu skrifa að þeir tími ekki 538kr (lítill bjór) á mánuði í félagsgjöld í til styrktar Kvartmíluklúbbsins!
Hér eru líka keppendur og íslandsmeistarar ,sem búa hér fyrir sunnann, að lýsa því yfir að þeir séu í Bílaklúbbi Akureyrar,sem er allt í góðu,nema það að ástæðan er sú að þeir tíma ekki 2000kr sem það kostar meira að vera í Kvartmíluklúbbnum sem skaffar þeim kvartmílubrautina sem þeir keppa á með öllu sem því fylgir !
Nú til þeirra sem búa erlendis þá er gengi krónu aldeilis ykkar megin og það ætti ekki að ganga að ykkur dauðum að styrkja Kvartmíluklúbbinn um 538 ísl. kr. á mánuði.
Gerið ykkur grein fyrir því að allur þessi peningur rennur óskipt í aðstöðu ykkar sem keppið og horfið á kvartmílu,nýtt malbik,tímaskilti,félagsheimili svo vonandi sem fyrst áhorfendapallar og svo framvegis.
Það er öllum frjálst að fara á aðrar spjallrásir,Einar K. Möller er til dæmis búinn að bjóða ykkur á sitt ágæta spjall
www.dragracing.is gratis.
Þó vonum við að við sjáum ykkur kvartmílu áhugamenn og konur sem flesta hér áfram sem meðlimi Kvartmíluklúbbsins,sem njóta ýmissa fríðinda fyrir utan að fá frítt inn sem áhorfendur á keppnir og annað,stuðla að bættu svæði fyrir kvartmílu á Íslandi ofl.
Allir viðburðir munu verða uppfærðir á forsíðu og og undir fréttir og tilkynningar sem allir munu geta lesið.
Með bestu kveðju og góðar stundir.