Ég er með tillögu, mér fyndist mjög skynsamlegt ef við myndum breyta smá. Klúbburinn myndi bara auglýsa mjög snemma í janúar eftir mönnum sem hefðu áhuga á að bjóða sig fram í þau embætti sem ætti að kjósa um. Menn myndi bara senda formanni eða þeim aðila sem sæi um þetta, póst, þess efnis að þeir ætluðu að bjóða sig fram. Á þessu ættu að vera tímamörk. T.d hefðu menn frest til Janúar loka til þess að tilkynna klúbbnum það að þær ætluðu að bjóða sig fram. Að fresti loknum lægi það fyrir hverjir hefðu áhuga á að bjóða sig fram og gæti klúbburinn setta þennan lista inn á spjallið og hvers sem er skoðað listan. Í framhaldi að því þá gæti þeir sem skráðu sig á listan skrifað stutta pistla á spjallið þar sem þeir kynntu sig og það sem þeir hyggðust gera á meðan þeir sætu sitt tímabil.
Bara vangaveltur, eflaust einhverjir vankanntar á þessari tillögu, eða kannski ekki, ég og þið hinir komust ekki að því nema að ræða þetta, skiptast á skoðunum og spjallið er nokkuð góður vettvangur til þess.
Kveðja Elmar