FORMANNSFRAMBOÐ.
Ég undirritaður AUÐUNN HERLUFSEN gef hér með kost á mér til að gegna formannstöðu fyrir hönd KK fyrir komandi misseri. Ástæðan fyrir minu framboði er sú meðal annars að það hafa margir í okkar ágæta klúbb eindregið skorað á mig að gefa kost á mér í það verkefni.
Hvað mig varðar þá er klúbburinn mér afar kær og hef ég verið í honum síðan 1978 þannig að ég er búinn að sjá sitt lítið af hverju ,bæði góða og slæma hluti en aldrei misst trúna á klúbbnum þrátt fyrir mörg afar mögur ár.
Mínar áherslur eru skýrar og ætla ég að gera grein fyrir þeim hér eins vel og mögulegt er svo allir skilji.
NÚMER EITT.klára gardrill , útbúa sandspyrnubraut. Það er verkefni sem er aðkallandi mjög ,góð tekjulind og kominn tími til að hefja sandinn aftur til vegs og virðingar .
ANNAÐ. Útbúa og selja auglýsingaskilti á brautina. Ég ásamt ÓLAFI í krónunni höfum með okkar samböndum í gegnum vinnuna lagt drög að því, og erum við búnir að tala við marga aðila sem ætla að auglýsa hjá okkur.
3. Allt eða nánast allt sem sjoppan þarf á að halda verður útvegað í gegnum okkar sambönd og eru teikn um að það verði nánast allt frítt .
4. ÖLL fjármál klúbbsins verði hjá löggiltum endurskoðanda og ef eitthvað á eða þarf að gera þá verður allt uppi á
borðum og allt skráð þannig að það fer ekki á milli mála hvað peningarnir hafa farið í hverju sinni.
5 . Halda áfram með svæðið þar sem framkvæmdir hvað það varðar hafa legið því miður niðri alltof lengi.
KV. AUÐUNN HERLUFSEN.