Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

1971 Chevelle Malibu í uppgerð

<< < (9/11) > >>

Ramcharger:
Já eitthvað kannast ég við þessa náunga á þessari mynd :mrgreen:
Anga alveg örugglega af göróttum drykkjum eftir gærkvöldið :oops:
Þetta var fyrir 20 árum ef minnið svíkur ekki.

Cougarinn þekki ég vel og man eftir ferðinni frá Akureyri
til Reykjavíkur eins og gerst hafi í gær.
Man alltaf eftir því þegar þú sagðir að ég ætti
að keyra frá Borgarnesi í Bæinn því ég þekkti leiðina vel.

Var að ég best man rétt rúmar 40 mín þessa leið [-X
en það var bara svo djö gaman að sigla þessu tæki.

70 Le Mans:
Gaman væri að sjá eitthvað að ske í þessum 8-)

Stefán Hjalti:
Þetta mjakast allt örugglega en hægt áfram.

Boddýið er komið í veltigálga og næsta mál er að sandblása botn og hvalbak. Aldrei að vita nema að maður geri átak í að klára boddýið áður en mjög langt um líður.

Kannski ég stökkvi inn í skúr og taki nokkrar myndir af bílnum eins og hann lýtur út í dag og skelli hér inn.

Ramcharger:
Þú átt PM :idea:

ÁmK Racing:
Flottur bíll Stefán en hvað varð um Turbo clutch stöffið sem á tti að nota?Það er eina vitið :DKv Árni

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version