Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

1971 Chevelle Malibu í uppgerð

<< < (8/11) > >>

firebird400:

--- Quote from: simmi_þ on March 23, 2010, 19:13:36 ---væri gott að setja inn heimilisfang á þennan AMC eiganda svo hægt sé að senda honum samúðarskeyti ! (þessi amc"orexía" er víst hræðilegur sjúkdómur) OG....... varaðu þig á því að láta ekki smita þig af sjálfskyftisyndrome..... en hann er víst helsýktur af þeim óþvera líka !
k.v. simmi

--- End quote ---

það eru víst komin lyf við þessu.

Meðferðin sem hefur verið gefin gegn Hondu veikinni hefur reynst vel.

Blásýra  :wink:

Ramcharger:

--- Quote from: Stefán Hjalti on December 08, 2009, 08:34:14 ---Það er flott þegar menn halda gott myndasafn yfir uppgerðina hjá sér eins og þessi á linknum sem Halldór sendi. Í mínu tilviki hefði það verið stórsniðugt að sjá meiri breytingar á eiganda en bíl í gegnum árin.

Annað sem ég minntist ekki á er að ég setti diskabremsur í hann af aftan, notaði bremsubúnað að aftan úr c.a. 1985 Camaro. Að framan eru orginal diskabremsur. Er kominn með balansstöng í hann að aftan en þar sem drifið á hásingunni er svolítið stærra en á 12 boltanum þá passar hún ekki í orginal festingar á neðri stífum.

Mótorinn ætti að vera þokkalegur, að grunninum til byggir hann á LS-7 (þeim gamla) þ.e. 12,25:1 í þjöppu, 7/16 stimpilstangir, stálsveifarás, knastás er Lunati mec.roller en mjög mildur um 570 lift og 235/245° við 0,050 lift, var jafnvel að spá í að finna mér annan ögn óþekkari. Heddin koma af LS-7 mótor þ.e. rec.port 2,19 og 1,88 ventlar og aðeins búið að hreinsa til í portum en ekkert róttækt. Á heddum eru Crane rúllu armar 1,7 lift.

Ég gæti trúað að M22 kassinn eigi eftir að berjast fyrir lífi sínu ef mótorinn kemur til með að skila því sem hann á að skila. Þá hef ég verið beittur þrýstingi af ákveðnum AMC eiganda (nefni engin nöfn) um að setja í hann sjálfskiptingu. Ég hef ekki gefið mig með þetta, enn.

--- End quote ---

Sko ef þú setur Autobíttara í Chevann þá geturðu þess vegna sett í hann rafstýrt sófasett
og rafmagnsrúður og annað eins glingur ef að M-22 þarf að víkja fyrir glussakassanum :mrgreen:

Stefán Hjalti:
Hér er svo mynd af honum eins og hann leit út síðast þegar hann var á götunni, þarna er hann með 327 mótorinn sem Svavar var með í græna 1969 Camaro-inum.

Ég er enn að leita mér af veltigálga þannig að ef einhver veit um einn slíkan þá má endilega láta mig vita í síma 617-4535

Ramcharger:
Nau nau,  sérðu mallarann fyrir aftan velluna :!:
Þú getur nú varla gleymt mallanum sem þú keyptir af fóstra mínum :mrgreen:
Hvað var aftur hámarkshraðinn orðinn á honum undir það síðasta, 15 mph ](*,)

Stefán Hjalti:
Já, brúni mallinn það var ekki hægt að fá hraðasekt á honum. Í dag á ég reyndar einn ekki ósvipaðann, eða hreppstjóraútgáfuna en það er Buick Regal 1986 en hann er með V6 mótor og í samanburði við 1978 Malibu-inn gæti hann verið kjarnorkuknúinn.

Hér fyrir meðan er svo ein gömul mynd af einum eðalvagni sem ég átti 1974 Mercury Cugar, og Dresi, kannastu við gauranna sem þarna sitja.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version