Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

1971 Chevelle Malibu í uppgerð

<< < (10/11) > >>

Stefán Hjalti:
Blessaður Árni,
Turbo Clutch dótið er allt til, spurning hvort maður ætti að draga það fram frekar en að sprengja M22 kassann það er amk. réttur fjöldi petala fyrirhugaður. Ég mátaði það í á sínum tíma, þetta er svolítið plássfrekara og lengra en venjulegur TH400 og hefði strangt til tekið þurft að breyta gólfinu aðeins (eða boddílyfta).

Síðast þegar við félagarnir hugðumst nota Turbo Clutchið hjá Palla þá var reglum KK breytt með hraði (sett á neyðarlög) líkt og nýtt heimsmet væri í uppsiglingu hjá AMC gamla og þessi fornaldar búnaður bannaður amk. í þeim flokki. Við tókum því ekkert persónulega (enda aðeins til eitt svona stykki á landinu) og mjög skiljanlegt að þetta væri bannað. Þá var þessu ýtt undir borð og hefur verið þar síðan.

Ég hef reyndar ekki miklar áhyggjur af því að brjóta M22 kassann amk á meðan þetta "LLLLLLLLLLLLLLangtímaverkefni" hreyfist ekki undir eigin vélarafli.

kv. Stefán

Stefán Hjalti:

--- Quote from: Stefán Hjalti on March 22, 2012, 09:15:50 ---Blessaður Árni,
Turbo Clutch dótið er allt til, spurning hvort maður ætti að draga það fram frekar en að sprengja M22 kassann það er amk. réttur fjöldi petala fyrirhugaður. Ég mátaði það í á sínum tíma, þetta er svolítið plássfrekara og lengra en venjulegur TH400 og hefði strangt til tekið þurft að breyta gólfinu aðeins (eða boddylyfta).

Síðast þegar við félagarnir hugðumst nota Turbo Clutchið hjá Palla þá var reglum KK breytt með hraði (sett á neyðarlög) líkt og nýtt heimsmet væri í uppsiglingu hjá AMC gamla og þessi fornaldar búnaður bannaður amk. í þeim flokki. Við tókum því ekkert persónulega (enda aðeins til eitt svona stykki á landinu) og mjög skiljanlegt að þetta væri bannað. Þá var þessu ýtt undir borð og hefur verið þar síðan.

Ég hef reyndar ekki miklar áhyggjur af því að brjóta M22 kassann amk á meðan þetta "LLLLLLLLLLLLLLangtímaverkefni" hreyfist ekki undir eigin vélarafli.

kv. Stefán

--- End quote ---

Stefán Hjalti:
Tími kominn á uppfærslu, frá því síðast þá er búið að sandblása og fara í aðra umferð á ryðbætingu. Frá því á áramótum höfum við Palli verið að vinna í botninu, snurffusa og mála og í takt við hraðan á uppgerðinni þá dugði ekkert minna en föstudagurinn langi til að "gefa saman" undirvagn og bodý, semsagt allt að gerast.

Moli:
Glæsilegt Stefán, til hamingju með þetta.  8-)

Ramcharger:
Verður glæsilegur 8-)

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version