Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
1965 Chevy II:
Bara dekk og poweradder !! það eru nú engin smáatriði,það er verið að opna þetta og einfalda til að koma sem flestum bílum þarna inn sem hlýtur að vera gott er það ekki,auðvelt að færa sig upp í GF ef menn vilja fara í power adder,tunnurnar klárar fyrir stóru slikkana.
Það breytir ekki miklu hvort bíll er með stórar tunnur og keyrir á 30x12.50 dekki eða hvort hann er mini többaður og á 30x12.50 dekki.
GF er svo flokkur sem þarf að taka vel í gegn líka en ég skipti mér ekki af því.
Dodge:
Jújú það er nokkuð til í þessu hjá þér.
Svo er hin leiðin að leifa bara minitöbb og opna dekkjastærð.
Minitöbb er ekkert álitamál, það er kristaltært að það þíðir ótakmörkuð breiting á hjólskál
svo lengi sem hjólbogi og grind er ósnert.
Það held ég að mundi bjóða uppa jafnari keppna fyrir ýmsa ólíka bíla þar sem almenna reglan er sú að
Stór og þungur bíll = stórar hjólskálar
Lítill og léttur bíll = litlar hjólskálar
en vissulega eru til undantekningar á því.
1965 Chevy II:
Það er nú yfirleitt/oft tekið úr grindinni við mini több í mínum bíl myndi það reyndar sleppa:
Mér líst betur á að geta bara sett þær tunnur sem maður vill í bílinn og vera klár í GF og poweradder,í stað þess að mini többa og fara svo jafnvel aftur í stórar framkvæmdir til að koma stóru tunnunum í plús það að svona komast fleirri í flokkinn,nefni nokkra mögulega sem annars kæmust ekki,Rauði többaði 68 camaro-inn-orange Tempestinn,Novan hans Kela,Valiant hjá Fribba (-túrbó).
ÁmK Racing:
Hæ erum við ekki að sigla í strand í gleðini.Ekki það að það eru margar mjög svo ágætar hugmyndir sem á undan hafa komið.En mér finnst að Se eigi að vera svolítið í þeirri mynd sem hann er í dag en það á að sjálfsögðu að leyfa opið púst og slikka og stiðjast þá við þær stærðir sem er rætt hér á undan.Svo á að sjálfsögðu að taka þetta cubik limit frá og hafa bara tvær þyngdir bílar með mótora að segjum bara dæmi 470 cid megi vera 1350 kg og bílar með mótora 470 og yfir 1550 eins og það er í dag og beyttir þá eingu hvort mótorinn sé small block eða big block.Reyndar getum við ekki mælt cid hjá mönnum enn í dag en það hlítur að koma einn daginn.En vonandi er þetta allt í áttina að betri og skemmtilegri flokk fyrrir alla.Kv Árni Már
1965 Chevy II:
Árni,ég sé ekki alveg hvers vegna T.D Mustang-inn hjá pabba þínum ætti að fá að vera 200KG léttari heldur en Trans Am-inn!
Þetta með þyngdirnar og blokkirnar eins og tillagan hljómar er ekki galið:
1.Auðvelt að skoða.
2. Sá sem er með aftermarket block er yfirleitt með meiri græjur þar í kring,hedd og annað og getur náð í
meira power N/A heldur en sá sem er með stock blokkina.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version