Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Breytingar á SE flokk fyrir 2010.
1965 Chevy II:
:-({|= Fjörið byrjað :mrgreen:
Ég er með tillögu að miklum breytingum fyrir SE flokk meðal annars til að koma mínum bíl þar inn og færa flokkinn aðeins nær nútímanum,athugasemdir velkomnar frá keppendum og velunnurum flokksins.
Lesið vel yfir!
SE flokkur
GÖTUBÍLAFLOKKUR
FLOKKALÝSING
Flokkur fyrir afturdrifs bíla sem keyrðir eru á götum,með fulla skoðun og löglegir skv. Íslenskum lögum og tilbúnir til skoðunar í löglegri skoðunarstöð fyrir utan dekk og púst. Keppnistæki skulu auðkennd með: SE/ og númeri ökumanns. Eftirfarandi Þyngdartakmörk eru í flokknum:
1300 KG N/A (bílar með stock blokkum) - 2866LBS
1400 KG N/A (bílar með aftermarket blokkum t.d. Dart, Merlin, Bowtie blocks o.s.frv.) - 3086LBS
(Þyngd á ráslínu) Ræsikerfi "full tree"
VÉL
Skal vera bílvél.
Aflaukar/power adder bannaðir.
ÚTBLÁSTURSKERFI
Ekki krafist í keppni.
ELDSNEYTI
Alkohól bannað.
INNGJÖF
Skal stjórnast af ökumanni og má enginn búnaður hvorki rafmagns, loft, vökva eða annar hafa áhrif á stjórnun inngjafar.Spólvörn bönnuð. Sjá aðalreglur 1:14.
SJÁLFSKIPTINGAR
Allar sjálfskiptingar verða að nota vökvatengsli (converter). Gírfjöldi og skiftiröð frjálst þó verða allar skiptingar að hafa fleiri en einn gír og virkann bakkgír.
FJÖÐRUN
Allar breytingar leyfðar svo framarlega sem þær standist öryggiskröfur.
SPYRNUBÚKKAR
Allt leyft.
STUÐARAR
Stuðarar upprunalegir eða eins og upprunalegir skylda. Séu notaðir plast stuðarar skulu þeir líta út eins og upprunalegir
GRIND
Grind skal vera upprunaleg frá afturgólfi og frammúr,smávægilegar breytingar fyrir flækjur,pönnu eða mótorfestingar leyfðar.
HJÓLBARÐAR OG FELGUR
Hámarkstærð hjólbarða 30"x 12.5" (12.5" "max thread width" uppgefið frá framleiðanda)
INNRÉTTING
Öll innrétting skal vera til staðar fyrir utan aftursæti.
YFIRBYGGING
Allir bílar skulu vera með yfirbyggingu eins og þeir komu með úr verksmiðju og úr sömu efnum. Trefjaplast vélarhlíf leyfð. Trefjaplast bretti eru leyfð að framan.Trefjaplast skottlok leyfð.Upprunalegur hvalbakur skylda.
Bannað er að klippa úr yfirbyggingu hvort sem um er að ræða tvöföldun eða eitthvað annað.
GÓLF
Fullt "több" leyfilegt, upprunalegt gólf skylda,þó má hækka upp miðju "tunnelinn" til að auka pláss fyrir drifskaft, val á efni fyrir aftan gólf frjálst.
GÖTUAKSTURSBÚNAÐUR:
Ökutæki skal standast að fullu almenna bifreiðaskoðun í keppni fyrir utan dekk og pústkerfi.
RÚÐUR
Allar rúður verða að vera úr gleri eins og upprunalega. Allar rúður skulu annars vera úr öryggis gleri.
STAÐSETNING ÖKUMANNS
Ökumaður skal staðsettur í ökumannssæti sem þarf að vera á sama stað og upprunalega var gert ráð fyrir.
Að öðru leiti gilda öryggisreglur FIA/NHRA
ÁmK Racing:
Alls ekki galið gæti gert flokkinn skemtilegri þó að það sé mjög gaman af mínu mati að horfa á Se bílana eins og flokkurinn er í dag þá gæti þetta verið flottara :).Stórir bílar sem gormast áfram bara fjör.Kv Árni Kjartans
Kiddi:
Mér lýst alltaf vel á einföldun og minnkun á reglum... Það er spurning hvernig eigi að skilgreina small block vs. big block?? Small block getur verið stærri en big block, you see....
Er dónatilboð að koma inn með 1 power adder og þá bara enn meiri þyngd á þá bíla :?:
PS. Mér lýst vel á að hræra aðeins upp í þessum flokkum og gera þá aðeins meira up to date :-#
1965 Chevy II:
Spurning með að hafa bara 1350KG N/A sama hvaða mótor?
Einn power adder segirðu,hvaða þyngdir hefurðu í huga?
ÁmK Racing:
Hæ mér finnst að það eigi að vera þyngdarmunur á big block og smallblock eitthvað í áttina sem þú lagðir til í firsta póstinum Frikki.Persónulega finnst mér að SE eigi að vera N/A flokkur þar sem að það eru til flokkar sem leyfa power adder eins t.d True street.Bestu kveðjur Árni Kjartans
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version