Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro

<< < (4/16) > >>

Steinn:
Eins og ég sagði frá í eldri umræðu um þennan bíl. Þá var Toggi (Þorgeir) verkstjóri í Héðni annar eigandi að þessum bíl hér á landi. Kaupir hann af lækni sem hafði verslað bílinn eftir því sem ég best man í New York. Það er óhætt að fullyrða að aldrei vantaði uppá bónlagið á bílnum meðan Toggi átti hann. Man að eina sem okkur strákunum þótti skrítið var að þegar kallin skipti um kúplingspressu og disk, þá var sett í hann pressa með minna ummáli þannig að kúplingin væri léttari. Sá síðan bílinn af og til í gegnum tíðina í mismunandi ástandi en æðislegt að hann er nú kominn í góðar hendur.

ABG:
Svona er staðan í dag.
Nánast allt komið niður í bert stál.
Fer að sjá fyrir endann á niðurrifsstarfssemi og endurbygging að hefjast :D
Er svo heppinn að eiga bróðir sem er bílamálari þannig að hann réttir mér verkfærin,eða þannig :lol:

GunniCamaro:
Það er aldeilis uppgerð, þetta er almennileg, ég hélt að ég ætti mikið verk framundan í mínum en það sem ég er búinn að gera í mínum er eins og helgarvinna miðað við þennan.
Í sambandi við vangaveltur ykkar :

ABG, Þetta verður flott þegar þú verður búinn, alvöru uppgerð, einhverjar hugmyndir um útlit og breytingar sem þú vilt segja frá? verður hann lítið, meðal eða mikið breyttur? hvernig vél, kassi og hásing?
ABG, ef þú langar að vita eitthvað almennt um þessa árg. eða vangaveltur væri gaman að heyra í þér þar sem ég er talinn vera aðalcamaronördinn, þú getur skrifað hér eða bjallað í mig ef þú vilt, þú finnur mig í símaskr.

Sigtryggur, þessi sem sjóntækjagæjinn átti með gæruna var 68 bíll, þetta er ekki í fyrsta sinn sem þú minnist á þennan með gæruna, þú ert eitthvað fyrir gærur  [-X, veit Kata af þessu :evil: :?:

Bluetrash, þú getur séð hvort 327 vélin sé úr þessum bíl með því að bera saman 6 síðustu stafina úr VIN númerinu við tölustafina á blokkinni, það á að vera sama númer, hérna eru allar uppl. um númeralestur og margt annað á þessari síðu : http://chevy-camaro.com/

Kveðja
Gunnar Ævarsson (Gunni Camaro)

ABG, Varstu búinn að kíkja á Camaro greinina mína á spjallinu?

ABG:
Gunnar,takk fyrir þetta.
Ég á nú örugglega eftir að fá að leita til þín varðandi bílinn.Mest það sem að ég veit um sögu og gerð þessara bíla hef ég fundið eftir þig hér á spjallinu.
Bíllinn verður gerður upp sem original götubíll þeas. ekkert több eða búr,bara að gera hann sem glæsilegastan.
Núna er í honum 350/350 sem að keyrir (Prófaði það áður en að allt var rifið  :) ) þannig að meiningin er að byrja með það ,þar sem að það verður stór biti að kaupa úr hreppnum allt það sem að vantar eða þarf að skipta út í vetur.
Planið er að gera hann að ss clone og stækka svo vél í framtíðinni en ef að svo ótrúlega vildi til að 327 vélin sem að var í honum dytti upp í hendurnar á mér þá endurskoða ég það hvort að ég hafi ekki bílinn bara "Plain Jane"

Ég geng út frá því að þurfa að kaupa allt nýtt að utan en langar til að biðja menn um að láta mig vita ef að þeir liggja á einhverju passandi í þetta og er til sölu,veit að það er hæpið en...
Það er margt sem að vantar td. ef einhver á bensíntank sem að passar,framstuðara,diskabremsur sem að passa á þetta,Svört framsæti til að nota úr,læsingar í 10 bolta......og endalaus upptalning,skoða allt

Einnig varðandi ss clone þá vantar mig 12 bolta hásingu sem að passar þó að ég sé ekkert stressaður yfir hásingunni í bili og ss húdd úr 67,68 eða 69 bíl.Hugsanlega gætu verið til húdd á landinu samanber umræðu um ss69 camaro sem að var rifinn og "Krissi í breiðholtinu" á ss húddið úr  :) Svo er annað mál hvort að þetta sé til sölu

Ég vil biðja menn og konur sem að hafa eitthvað til sölu í hann að senda mér PM hér eða mail á arnargr@gmail.com
Fyrirfram þakkir  8-)





ABG:
Ef einhver á ?
Þennan sleða eða sæti vantar mig í aðra hurðina.Er þá væntanlega spegilmynd af þessu

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version