Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Bíll Dagsins 20.ágúst 1967 Camaro
keb:
Mér sýnist á öllu að það vanti nokkra fyrri eigendur inn í eigendasögu þessa bíls.... ég amk veit um 2 sem hafa átt hann en eru ekki skráðir.
Í kringum 1990 (ekki nákvæmt 1988-1991) þá átti bílinn strákur sem bjó á Fífuhvammsvegi (stefán - mikill félagi Sigurjóns Harðar leigubílstjóra amk á þeim árum).
Sá fýr fór m.a. í ryðbætur á afturbrettum sem að mínu mati voru frekar óvandaðar og þurftu mikinn fyllir til að líta sómasamlega út, ég aðstoðaði hann við að raða urðum og framenda saman og á en fylgdist svo sem ekki meira með vinnu við bílinn í það skiptið.
Á þeim tíma var upphafleg vél og kassi í bílnum og viðkomandi ætlaði sér ekki að skipta því út.
Hvað varðar "krissa" sem bjó í breiðholti - þá er sennilega verið að benda á mig í því samhengi.
Varðandi hluti úr 69 camaro þá vildi ég svo sannarlega að ég ætti þá ennþá en því miður þá er sú ekki raunin.
Ég held að þú þurfir að tala við Hjálmar partasala (bílakringlan) varðandi varahluti, hann er búinn að rífa amk 2 67-8 bíla og fékk hjá mér eitthvað af dóti úr 69 bílnum.
GunniCamaro:
Það er soldið erfitt að vera að gera upp bíl í kreppunni þannig að það sem stjórnar uppgerðarhraðanum hjá mér eru mánaðarmót og kortatímabil.
Að fá varahluti hérna heima er frekar hæpið þ.e.a.s. það sem snýr ekki að vél/kassa/hásing, það sem þú taldir upp er svotil ófáanlegt hérna og eru menn lítið að selja frá sér eins og staðan er í dag.
Ég á t.d. 12 b. hásingu sem ég kem til með að setja undir en þá ætla ég að eiga 10 b. svona til vara, þú getur notað mikið úr 68 camaro, það er víst verið að gera upp 2 í Keflavík og svo geturðu notað margt úr 69 camaro og Novu, þú gætir prufað að tala við Krossanesbræðurna (Arnar/Brynjar)
Svo er spurning að reyna að komast í samband við einhverja Camarogæja í USA sem er að selja notaða varahluti en væntanlega þarftu að kaupa stærsta hlutann af dótinu nýtt, ég var að versla smávegis um daginn við NPD í USA, pantaði á föstudegi og dótið kom á mánudeginum, hérna er linkur á þá : http://npd.dirxion.com/WebProject.asp?BookCode=car09flx#
Þetta gluggajárn sem þig vantar, er þetta fremra eða aftara járnið?
P.S. bluetrash, þú getur skrifað inn númerin sem eru fremst hægra megin á blokkarplaninu (fyrir framan hægra heddið) og ég get lesið útúr þeim fyrir þig.
P.S. Krissi, hvað varð um SS húddið sem þú áttir?
ABG:
Krissi,varðandi afturbrettin,þá passar þetta alveg.Hjólbogarnir voru gerðir úr sparsli og ekki með sömu lögun og á frambrettum eða á nýju bogunum sem að fara undir.
Átt þú nokkrar myndir af honum frá þessum tíma.Gaman hefði líka verið að sjá mynd af honum með útvíkkanirnar sem að er minnst á hérna fyrr í þræðinum.
Gunni,var þinn ss bíll með 10 bolta hásingu original?
Ég vil þakka ykkur fyrir ráð og ábendingar,þær eru vel þegnar.
Eins og ég sagði,þá reikna ég bara með að þurfa að kaupa allt að utan en langar bara að tékka samt hérna.
GunniCamaro:
Hvernig var það, var eitthvað búið að endurnýja í bílnum þegar þú fékkst hann og vantar alveg einhverja hluti í bílinn þinn?
Bíllinn minn var með 12 bolta hásingu eins og allir SS camaroarnir en hún var löngu týnd ásamt upprunalegu vélinni þegar ég kaupi hann.
SS Camaro var ekkert mikið öðruvísi, kraftmeiri vél, stífari fjöðrun, 12 bolta hás. og í útliti voru þeir eins og venjulegir camaro fyrir utan húddið, röndina og merkin, það má eiginlega segja að SS camaro sé meira söguleg heimild um kraftmikinn bíl.
ABG:
Já ok,ég hélt að þinn bíll væri með original vélinni og hásingu þannig að mér fannst þetta skrýtið með 10 bolta hásinguna.
Ég er ekki á landinu eins og er þannig að ég er ekki með það sem að ég var búinn að lista niður.
Það fylgdi þó slatti af dóti með bílnum og sumt nýtt,mest eða allt þéttingagúmmí,krómlistar og ýmsir smáhlutir.
Bætningastykkin í afturbrettin og spoilerar aftan og framan
Fyrir utan það var mest endurnýjun undir húddinu eins og sjá má á myndum.
Það vantaði framrúðuna en hana fékk ég nýja í Orku
Húddið er með honum og í fínu lagi en ég kem örugglega til með að skipta því út fyrir ss húdd
Það sem að vantar alveg og ég man í fljótu bragði er:
Bensíntank og fylgihluti,pústkerfi,framstuðara,alla spegla,innréttingar í hurðir og hliðar afturí,framsæti að stórum hluta eða alveg( þau eru blá sem að fylgdu ),krómmerkingar allar og eitthvað af höldum og tökkum,loftklæðningu og teppi,utan um bæði framljós (Það sem að fylgdi er nýtt af 68 bíl)
Svo að sjálfsögðu dekk og felgur
Listinn var orðinn langur hjá mér þannig að það er örugglega fullt sem að ég er að gleyma :-k
En...þetta verður allt verslað í vetur 8-) svo aftur,ef að einhver á eitthvað af þessi í lagi og til sölu á sanngjörnum prís þá er ég klár :wink:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version