Komið þið sælir , ég hef lengi átt þann draum að gera upp gamlan bíl. Eftir miklar hugleiðingar og lestur hef ég ákveðið að kýla á það og tileinka næstu árum uppgerðinni. Kemur þá fyrst upp í hugann gamall amerískur átta gata bíll. Ég hef unnið að því síðustu vikur að gera aðstöðu tilbúna fyrir komandi verkefni , en það er einmitt upphitaður bílskúr. Þótt ég sé ungur að árum , þá er ég að öllu laus við þann eldmóð sem að einkennir menn á mínum aldri. Nú virðist ég vera kominn með allt sem þarf til að byrja , nema auðvitað lykilatriðið.. sjálfann bílinn. Svo virðist sem að mjög erfitt sé að finna bíla til uppgerðar. Stuttu eftir að áhuginn kviknaði fór ég lúmskt í það að leita að bílum til uppgerðar. Það sem kom mér mest á óvart var hve föstu taki sumir eigenda þessara bíla halda þeim. Bílarnir standa úti vetur eftir vetur og eigendurnir vilja ekki láta þá frá sér nema fyrir morðfjár. Eftir miklar keyrslur á hina ýmsu staði , til þess eins að fá sama neikvæða svarið , hef ég farið að efast um að það sé í rauninni tækifæri fyrir menn eins og mig að fá að kynnast þessu áhugamáli margra. Svo að með hálfa milljón í vösum , áhuga og þolinmæði vonast ég til þess að láta þennan draum rætast. Ég biðla til ykkur , að ef að þið hafið einhverjar hugmyndir/vísbendingar um ameríska átta gata bíla sem hæfir eru til uppgerðar , myndi ég af sjálfsögðu skoða það.
Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að ég hef bara 500.000 krónur hámark til þess að kaupa verkefnið. Myndi ég þá byrja á því að fara í boddíið og svo þegar að mér áskotnaðist meiri aur færu hjólin aðeins að snúast. Einnig vill ég undirstrika það að ég skoða allt , svo ekki vera feimin við að benda mér á hitt og þetta og láta mig keyra útum allt land