það verður auðvita að virða það þegar bílar eru girtir af, það veit það hver heilbrigður maður að böndin eru til þess að fólk sé ekki að vaða um allt. En er ekki bara spurning um að hafa bara sýninguna 1 dag framvegis og eigendur verði sjálfir til staðar og jafnvel tali við fólk og segi frá hvað hefur verið gert og hvað á að gera við bílinn í framtíðinni?? Allir bíla áhugamenn myndu alveg fíla það að fá smá info frá eigandanum. Eða jafnvel að "reyna" að fá nóg af staffi svo að það sé einn maður við hvern bíl?? veit ekki hvernig það gengur að fá fólk til að vinna við þetta, en þetta er hugmynd. En já takk fyrir frábæra sýningu
Það er útilokað að reyna halda sýningu í 1 dag og ætlast til þess að það skili ágóða, oft er mjög erfitt að fá menn til að lána bílana á sýningar, það verður þá enn erfiðara að fá þá og ætlast til þess að viðkomandi standi við bílinn og segi frá honum á meðan á sýningu stendur, sama hvort það sé einn dagur eða þrír. Að fá staff er heldur ekki auðveldur leikur þó margir virðast halda það.
MOLI ég væri meira en til í það að lána bílinn minn til sýnis í 1 dag eða fleiri og myndi glaður standa hjá honum og segja frá. Ég gæti líka kannski fengið spons og haft stórt skilti hjá bílnum. Ennþá betra væri ef ég mætti sýna alla bílana sem ég á. Gæti líka komið með bjölluna og látið hana standa á búkkum.
Annars að öllu gamni slepptu þá var þetta mjög alvarlegt mál sem kom upp þegar vinir hans Kimi hringdu úr símanum hans.
Það var tekið á þessu máli strax og get ég fullvissað ykkur að ekki er hægt að hengja þetta prakkarastrik á Kvartmíluklúbbinn eða starfsmenn hans.
Í sambandi við þessi bönd í kringum bílana þá finnst mér persónulega miklu skemmtilegra þegar hægt er að ganga í kringum bílana og skoða.
Því miður þá er fólk að hóta klúbbnum í sífellu með að taka bílana af sýningu ef þetta er ekki gert svona og hitt gert hinseginn.
Mjög margt af þessu hefur kostað fátækann klúbbinn margann peninginn því miður.
Í mörgu útlandinu borgar fólk fyrir að fá að hafa bílana sína á svona stórum og fallegum sýningum.
Það er alveg satt sem sagt var hér ofar í þræðinum með að Pólverjarnir væru að stíga inn fyrir böndin og jafnvel setjast inn í bíla.
Það sem klúbburinn gerði í framhaldi af því var að gæslan á gólfinu fylgdi Pólverjum eftir á meðan þeir voru á svæðinu sem er miður og þurftum meðal annars að henda 3 pólverjum út.
Svo við höldum okkur við fyrirsögn þessa þráðar þá bið ég ykkur um að vanda fyrirsagnir og koma frekar fyrirspurnum til stjórnar en ekki gera svona.
Þetta sýnir enn og aftur að vefsíða Kvartmíluklúbbsins kemur klúbbnum oftar en ekki í vandræði og skemmir fyrir því skemmtilega starfi sem Kvartmíluklúbburinn stendur fyrir.
Ég kvet félagsmenn og spjallverja á þessu spjallborði um að koma á félagsfundi og/eða æfingar til að ræða við stjórn/félagsmenn frekar en að vera með svona fullyrðingar eins og í fyrirsögn fyrsta póstar. Þetta skemmir klúbbinn meira en ykkur grunar.