Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

1972 Torino

<< < (6/9) > >>

Ingi Hrólfs:
Það var einn 70 eða 71 Torino GT á Seyðisfirði c.a 84-85. Þessi bíll var grænn með hvítri rönd eftir hliðinni sem endaði í hvítum og rauðum flames á afturbrettunum. Í þessum bíl var 351 Cleveland og C-6. Hann var seldur til Neskaupsstaðar og þá var hann á Cragar SS felgum allan hringinn og Maxima 70 að framan og Maxima 60 dekkjum að aftan. Hann var síðan urðaður í Nesk c.a 87-88 ef ég man rétt. Siggi Mikka var eitthvað viðloðandi þennan bíl á Seyðisfirði en mig minnir samt að hann hafi ekki verið eigandi. Ef einhver mann eftir þessum bíl og ég tala nú ekki um ef það eru til myndir af honum þá væri gaman að fá smá umfjöllun og myndirnar vel þegnar.

K.v.
Ingi Hrólfs

Björgvin Ólafsson:

--- Quote from: Moli on January 26, 2009, 22:10:36 ---Sæll Hálfdán!

'69 Mustang með vinyl, aldrei heyrt um slíkt.?  :-k

--- End quote ---

Hugsa þetta alla leið Magnús :wink:

Þú veist hvernig þeir eru flottastir :lol: 8-)

kv
Björgvin

Moli:

--- Quote from: Björgvin Ólafsson on January 26, 2009, 23:13:10 ---
--- Quote from: Moli on January 26, 2009, 22:10:36 ---Sæll Hálfdán!

'69 Mustang með vinyl, aldrei heyrt um slíkt.?  :-k

--- End quote ---

Hugsa þetta alla leið Magnús :wink:

Þú veist hvernig þeir eru flottastir :lol: 8-)

kv
Björgvin

--- End quote ---

 :-"

æj ég veit ekki Björgvin, hefði kannski átt að setja þarna fyrir aftan Fastback/Mach-1  :wink:

johann sæmundsson:

--- Quote from: Moli on January 26, 2009, 22:10:36 ---
--- Quote from: 429Cobra on January 26, 2009, 21:40:20 ---Sælir félagar. :)

Það var hringt í mig áðan út af þessum þræði og spurt um tvo Torino sem að hafa ekki sést í langann tíma.

Annar er 1972 módel og var gulur með neon rönd á hliðinni og hinn var grænn 1971 módel líka með neon rönd á hliðinni.
Þetta ku hafa verið eini 1971 Torino-inn sem var hérna og var með 351 Cleveland.

Síðan spurði sami maður mig að því hvort að einhver myndi eftir dökk-vínrauðum Mach-1 1969 Mustang, og öðrum sem að var ljós-gulur með svartann víniltopp.

ATH við erum að tala um að þessir bílar hafi verið á götunum á tímabilinu 1975-1985.

Upplýsingar og/eða myndi vel þegnar.

Kv.
Hálfdán. :roll:

--- End quote ---

Sæll Hálfdán!

'69 Mustang með vinyl, aldrei heyrt um slíkt.?  :-k

--- End quote ---
Þessi ljósguli með svörtum vínil Mach 1 var í Hafnarfirði frá '72 til ´73 eða '74. Fyrri eigandi var Snorri Halldórsson, seinni Júlíus Hólmgeirsson eða Kristján Hólmgeirs.

Siggi H:
eini torinoinn sem ég man eftir hérna á Neskaupstað var gulur og átti strákur að nafni Alli hann sem lét sprauta hann gulan og seldi hann svo, hann var einmitt á Cragar felgum, man hinsvegar ekkert hvaða árgerð sá bíll var.. en veit að hann fór eitthvað útá land og var enþá til eftir því sem ég best veit... kannski einhver sem getur uppljóstrað þessu hvar sá bíll er staddur í dag?

hann var með plussað mælaborð og tan leðri ef mér skjátlast ekki.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version