Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

1972 Torino

(1/9) > >>

Moli:
Hver þekkir þennan?



429Cobra:
Sælir félagar. :)

Þetta er 1972 429cid bíllinn sem er fyrir austan á Egilstöðum eða Fellabæ.

Hann var einmitt svona á litinn þegar ég keypti hann 1984/5.


Flottur bíll :!:



Kv.
Hálfdán. :roll:

Kristján Skjóldal:
hann er flottari grár með vínil topp :-k

torino 72:
var sagt að hann hefði verið pantaður svona grar a sinum tima en komið brunn. og fyrsta verk umboðsins var að koma honum i rettan lit fyrir kaupandann.
sagan segir allavega að svona hafi hann hafið sinn feril her :lol: hvort sem hun er sonn eða

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Ég verð að vera sammála Kristjáni um að bíllinn var flottur svona silfurgrár með vínilnum.
Þegar ég átti hann þá var ég mikið að spá í að mála hann eins aftur enda var lakkið ónýtt þegar ég fékk hann, en ég seldi hann áður en til þess kom.
Hinns vegar þá var smá vandamál og það var að það vantaði hluta af listunum fyrir víniltoppinn og þá var ekki hægt að fá á þeim tíma.

Bíllinn kom ekki silfurgrár til landsins eins og margir halda heldur var hann ja hvernig á að lýsa því, svona kopar-gylltur.
Mér var sagt að fyrsti eigandinn (eldri maður) hefði verið svo óánægður með litinn að hann hefði látið mála hann strax og hann fékk hann í hendurnar.
Ég reif bílinn allan í sundur og þar sást á einum stað glytta í þennan lit (man ekki hvar það var enda langt síðan).
Svo var líka innréttingin brúnt leður og það hefði ekki farið sérstakleg vel við silfurgrátt og nei ég lét ekki plussa bílinn að innan. :!:
Ég skipti hinns vegar um skottlok á bílnum og lokið sem að ég setti á hann var af bíl (1973 Torino) sem var eins og þessi var upprunalega á litinn.
Það er kanski hægt að sjá þann lit einhverstaðar ennþá. :?:

En hann var að mér finnst lang flottastur silfurgrár með vínil, hins vegar er vínrauði liturinn ágætis málamiðlun þegar vínillinn er farinn.

Svo mætti athuga hvort ekki sé hægt að fá listana núna. :!: :!:

Kv.
Hálfdán. :roll:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version