Sælir
Er að velta einu fyrir mér, ég hef aldrei áður átt heilgrindarbíl og á gormum allan hringin. GTO-inn vill taka stundum upp á því að "hoppa" þegar maður dettur með hann í spól í fyrsta gír. Ég er svona að velta fyrir mér ástæðunni sem gæti legið á bak við því.
Hann er á loftdempurum að aftan og er ég bæði búinn að taka upp á því að dæla í þá meira lofti sem og hleypa úr þeim, en það hefur engin áhrif.
Undir hann vantar ballancestöngina að aftan sem á að vera til staðar, ég hef samt ekki trú á því að hún skipti máli í þessu tilviki. Eins er þetta spurningar með fóðringarnar í spyrnum að aftan. Það stóð reyndar í eBay lýsingunni að það hefði verið búið að endurnýja allar fóðringar í undirvagni..
Áður en ég fer í kaupa eitthvað erlendis frá, langar mig að fá skoðanir reynslumanna á þessu.
Mín skoðun er sú að það sé spurning hvort það þurfi að kaupa eitthvað af eftirtöldu:
-Nýjar fóðringar að aftan
-Nýja dempara
-Ballancestöng?
Datt svo á þennan búnað á hjá AmesPerformance, gæti verið að þetta sé málið.
https://secure.amesperf.com/qilan/Detail_Web.jsp?part_num=S285C