Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Tillaga að nýjum flokk og breyting á OF - Orðalgsbreytingar komnar.

<< < (8/10) > >>

Gretar Franksson.:
Sælir,
Núverandi fyrirkomulag er bara alveg ágætt, þ.e. Að skylt sé að kjósa um reglubreytingar á aðalfundi svo þær öðlist gildi. Þetta hefur gengi vel. Þannig að það þjónar ekki hagsmunum K.K. að breyta því.

Þetta er einmitt málið, Top alcahol dragster keppir á sama Indexi útreikning cid/þyngd og N/A bíll. Þarna er stór galli á Index útreikning sem þarf að leiðrétta. Það er einmitt það sem reglunefndin á að gera. Eðlilegt hefði verið að reglunefndin kæmi með tillögur að forhlaðnar-alcahol keppnisvélar fengju lægra Index en línuritið. Enda er línuritið ekki miðað við alcahol/blásara. Það var í raun vonast til þess að það yrði tekið á svona göllum þegar þeir kæmu fram. Það ætlar að vera erfitt.

Þess í stað leggur reglunefndin til að halda áfram og gera "óréttlætið" enn verra. Vegna þess að Top alcahol dragster fær Index á sömu forsendum og aðrir (miðað við linurit) þá kemst reglunefndin að því að halda áfram með óréttlætið og gera jafnvel enn verra. Nú skuli bæta við litlum grindum með smávélar. Þetta er alveg útúr kortinu, gengur ekki. Mæli með að reglunefndin endurskoði hug sinn.

Það leysir ekki málið þó að einhver sem hugsanlega nái sínu Indexi og fari 0,1 sek undir fái leiðrétingu sem nemur 0,1 sek. Það að leyfa hluta af keppendum að fá ofurhagstæð Index (miðað við útbúnað keppnisvélar) og nái því, gengur ekki. Það ber að leiðrétta skekkjuna í þessu. en ekki auka hana.
kv,
Gretar Franksson  

Ingó:
Það hafa allir af sjálfsögðu rétt á að hafa sínar skoðanir og sumir vilja aldrei breyta neinu. Þetta með að gefa mönnum kost á að smíða létt og ódýr tæki ýtir undir þróun og fjölgun tækja ef menn vilja það ekki þá er ég hissa.

En eins og ég sagði þá eru sumir andsnúnir öllum breytingum og þá í leiðinni þróun en það er ekkert við því að gera.

Kv Ingó. :)

p.s. þetta er dæmi um keppendur sem vilja vembda reglur sér í hag!!! Er það eðlilegt að menn geri það !!! Ég hefði haldið að reglur ættu að vera í þágu fjöldans. :oops:

Gretar Franksson.:
Sæll,
Það er bara gott mál að stuðla að fjölgun keppnistækja, þessir tilvonandi litlu/léttu draggar passa bara ekki í OF-flokk. Þessi tilvonandi keppnistæki ættu að keppa við sambærileg keppnistæki. Það eru til aðrir flokkar en OF fyrir svona grindur til að keppa í. Þeir passa í annan flokk, er hann ekki nógu góður?
kv.
Gretar Franksson

Ingó:

--- Quote from: Vega 71 on February 04, 2009, 17:57:29 ---Sæll,
Það er bara gott mál að stuðla að fjölgun keppnistækja, þessir tilvonandi litlu/léttu draggar passa bara ekki í OF-flokk. Þessi tilvonandi keppnistæki ættu að keppa við sambærileg keppnistæki. Það eru til aðrir flokkar en OF fyrir svona grindur til að keppa í. Þeir passa í annan flokk, er hann ekki nógu góður?
kv.
Gretar Franksson

--- End quote ---

Það má vera en á meðan tækin eru ekki til þá þurfum við ekki að útiloka þau. Ef slík tæki mæta í framtíðinni og það fer eins og þú lýsir þá verður að tak á því þegar að því kemur.

Kv Ingó. :)

Kristján Skjóldal:
Ingó þú getur sett þetta þannig upp að ef þú kemur á þínum dragga á móti svona græju sem er 8 sek græja en fær hámark index sem er að mig minnir 9,99 og þú hvað syrka 7,40 þá hlitur þú að sjá það að þetta gengur ekki upp :???: þó svo að 4cil draggi fari siðan undir index og met og allt það þá lækar index bara 0,5 siðan kemur hann aftur og nýtt index hvað 9,50 og svo fram eftir svona græja á ekki heima í þessum flokk.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version