Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Tillaga að nýjum flokk og breyting á OF - Orðalgsbreytingar komnar.
Gretar Franksson.:
Sælir, nei árið 1993 þá var ekki kosið á aðalfundi um reglubreytingar, þessi reglunefnd fékk vald til að breyta keppnisreglum og gera að gildandi reglum. Þessi nefnd var alráð. Ég er að koma þessu hér að til að upplýsa félagsmenn hvaða afleiðingar þetta getur haft. Við höfum reynslu af svona reglunefnd.
Það er greinilegur vilji einstakra manna til að koma svona alráða reglunefnd aftur á fót. Ég er að vara menn við því. Þetta fyrirkomulag eins og það er í dag tel ég vera það besta sem er völ er á. Vonandi kjósa félagsmenn ekki svona alráða reglunefnd yfir sig.
Varðandi sumar tillögur frá reglunefndinni lítur út fyrir að þær séu ekki til þess gerðar að vera K.K. til framdráttar. Ég er hissa á hvað reglunefndin er úr takt við það sem máli skiptir fyrir K.K. Ein tillaga frá reglunefndinni er að útvikka enn meira OF-flokk sem nú þegar er búið að teigja allrosalega í báða enda varðandi leyfilegt þyngdarhlutfall og þar að auki allskynns útfærslur á keppnisvélum án áhrifa á Index. Nefndin virðist vilja auka við misræmið frekar en jafna.
kv.
Gretar Franksson
ÁmK Racing:
Ég hélt að OF væri svo sangjarn ekkert misræmi og jöfnunarflokkur þar sem allir stæðu jafnt :DKv Árni
Kristján Skjóldal:
flokkurinn eins og hann er í dag er senilega eins góður og hann getur orðið miða við keppendur þá meina ég fjölda og hvernig þessi tæki eru sem eru að keppa :idea: en hann er ekki áhorfendavæn og er alltaf leiðilegt að sjá annað tækið fara á unndan #-o svo er bara spurnig hvernig er best að gera þennan flokk sem skemtilegastan :???:
Ingó:
Maður verður dálítið hissa á að lesa póstana frá G.F. Það sem ég undrast er sú tortigni og vantraust til framtíðar til stjórnar og reglunefndar KK.
Það tíðkast hvergi í veröldin að keppendur smíði keppnisreglur fyrir flokka sem þeir síðan keppa í. ](*,)
OF flokkur sem þýðir opin flokkur þ.a.s. á að henta öllum keppnistækjum. Ég sé ekki muninn á því að það sé heimilt að mæta Topp Alcahol dragga sem getur auðveldlega farið langt undir index og eða 4cid dragga sem gerir það sama!! Aðal málið hlýtur að vera það að þegar menn fara undir index þá lakkar index viðkomandi í takt við reglur í comp.
Ég veit ekki betur en að G.F. hafi verið í forustu við að búa til OF reglur og ekki eru þær gallalausar frekar en annað sem við kemur reglum en honum var treyst til þessa verks og skilaði ágætu verki en elur nú á tortryggni í garð annarra.
Kv Ingó :-(
stigurh:
Sælir félagar og sófareiserar
Sófareiserar sem tuða mest og keyra minnst. Breyta reglum áður enn þeir komast eina ferð niður eftir þessari ágætu braut.
Og hvað með það að alls konar tæki komast í flokkinn ? Ekki hafa þessi tæki staldrað lengi við og ekki hafa þau verið mörg ! Ekkert að því að hafa eitt og eitt stjörnuhrap.
stigurh
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version