Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Tillaga að nýjum flokk og breyting á OF - Orðalgsbreytingar komnar.
Einar K. Möller:
Nýtt inn kemur fram í bláu letri. Það sem tekið yrði út verður í rauðu letri.
Ástæðan fyrir tillögu að þessum flokk er sú að margir hafa áhuga á að keppa í Heads-Up og um að gera að hafa þennan flokk til staðar séu aðilar sem vilja keyra hann.
Byggt á OF
Nafn flokks Super Pro Street S/PS
1. Kennitími er valinn með því að slagrími vélar (cid) er deilt í heildarþyngd ökutækis (USA-pund, 454gr.=1pund) pund á rúmtommu. Miðað er við meðaltal út frá tölum sem birtast í National Dragster. Meðaltalslína er notuð til ákvörðunar á kennitíma. Sjá línurit.
Dæmi: a)1760 pund(784kg.) grind með 360cid vél. 1760:360 = 4,8pund/cid.Kennitími:7,65 sek b)3200 pund(1454kg.)bíll með 427cid vél 3200:427 = 7,5pund/cid. Kennitími 8,45 sek
Allar vélar (engin takmörk á cid) og tjúnningar leyfðar. Aðeins ein tegund af power adder leyfð per keppnistæki. Tjúnning breytir ekki kennitíma.
Fjölþrepa nítró, fleiri en ein túrbína o.sv.frv telst sem 1 poweradder
Allir gírkassar og skiptingar leyfðir.
Bensín og alkahól leyft.
Nítró leyft.
Nítrómetan bannað
Allar breytingar leyfðar.
Ökutæki verða að vera með hlutfall 10 pund/cid og undir.
Um öryggisatriði sjá reglur um spyrnukeppnir.
Raunverulegt þyngdarhlutfall keppnistækja skal vera 3,4 til10,0 pund/cid.
OF-línuritið verði uppfært árlega miðað við tölur í Competition. (eins og var) þannig að meðaltalslínan miðast við nýjustu tölur ásamt því að miðað verði við flokkana Econo Dragster og Altered.
Flokkurinn verði óbreyttur að öðru leyti.
Ræst verði á jöfnu á .400 Pro Tree
Aðeins bílar (doorslammers)
Þyngdartakmarkanir (lágmarksþyngd /m ökumanni)
Big Block /m Blower eða Turbo 2800lbs
Big Block /m Nítró 2650lbs
Small Block /m Turbo eða Screwcharger 2700lbs
Small Block /m Roots eða Centrifugal Blower 2600lbs
Big Block án poweradder 2400lbs
Small Block /m Nítró 2300lbs
Lenco, Liberty, Jeffco o.þ.h skiptingar 200lbs auka
Breytingartillaga á OF er:
1. Allar vélar og tjúnningar leyfðar. Aðeins ein tegund af power adder leyfð per keppnistæki. Fjölþrepa nítró, fleiri en ein túrbína o.sv.frv telst sem 1 poweradder.
--------------------------------------------------------------------------------
Mbk.
Einar K. Möller
DragRacing.is / Big Dogs Racing Team
Dodge:
Þetta lítur helvíti vel út og mjög flott að hafa svona flokk!
Hinsvegar ósammála OF tillögunni, tel ekki félegt að leisa þetta á svo auðveldann hátt,
það verður bara að setja poweraddera inní indexið.
Þetta er flokkurinn þar sem allt má, og þar sem við höfum þetta index verkfæri til að rétta
af ósanngirni tel é réttara að nota það frekar en að setja hömlur á flokkinn
Einar K. Möller:
Það er mikið til í þessu Stebbi, réttara væri svo sem að setja index per poweradder en þetta kæmi líklegast alltaf svipað út.
Kristján Skjóldal:
já sá sem á mest af seðlum vinnur :roll:
Einar K. Möller:
Það er bara fínt ef hann vinnur..það er að segja sá sem á mesta peninginn... það er bara verið að opna fyrir þetta, enginn að neyða neinn að keppa í þessu 8-)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version