Author Topic: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð  (Read 16785 times)

Offline edsel

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.041
    • View Profile
fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
« on: December 26, 2008, 19:15:07 »
hver var fyrstí bíllinn sem þið keyrðuð?
minn var allavega Chevy Surbarban '76 með díselvél úr ferju og benz vörubílakassa
Sindri Freyr Pálsson
BMW E30 318 IS vél '87 seldur  :smt010
Toyota Touring '89 klesstur
Hyundai Sonata '95 seldur :D
Ford Bronco II '88 daily driver :D :D :D :smt093

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
« Reply #1 on: December 26, 2008, 22:05:36 »
1966 Ford Cortina GT mun hafa verið fyrsti bíllinn sem ég keyrði.

1971 VW Beetle 1300 var bíll númer tvö hjá mér.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline trommarinn

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 393
    • View Profile
Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
« Reply #2 on: December 26, 2008, 22:11:19 »
Fyrsti bílinn sem ég keyrði alveg sjálfur var þegar ég var sjö ára og það var opel senator með 6 cyl. vél...var algjör fleki á sínum tíma 8-) Fékk hann einmitt í afmælisgjöf :D
Þórhallur Guðlaugsson

chevorlet c10 1965
patrol 38" 1994
mustang v8 2001
subaru 1800 86' turbo
Dodge ram '95 1500 bsk.

@Hemi

  • Guest
Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
« Reply #3 on: December 26, 2008, 22:19:11 »
það fyrsta sem ég keyrði var Daihatsu Feroza prumpu dolla, og þeirri Ferozu var ekkert gefið eftir og hún var tekin illa í "skraufaþurt rassgatið" og henni rústað á túnonum heima hehe....

Offline Ravenwing

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 164
    • View Profile
Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
« Reply #4 on: December 26, 2008, 23:05:10 »
Wagoneer 1978 módel með 360 CID AMC V8  mótor og á 36" dekkjum.
Ótrúleg eftirsjá í þeim bíl...en hann grotnaði niður í höndunum á pabba þegar ég var táningur og vildi aldrei láta hann af hendi...fyrr en hann seldi eitthvað smá úr honum og svo var ryðhrúgunni sem eftir var hent  ](*,)
Halldór Kristófer


Never do anything you wouldn't want to explain to the Paramedics.

Offline sveri

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 722
    • View Profile
Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
« Reply #5 on: December 27, 2008, 00:19:02 »
það ku hafa verið ford bronco 1974 á sterum  með 460
Sverrir Yngvi Karlsson.
8665016
1986/1971 Ford bronco II 38" 351w
HILUX HRELLIR

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
« Reply #6 on: December 27, 2008, 00:44:53 »
Minn ferill byrjaði á vw Bjöllu...með orginal topplúgu (járn á sleða) og geriði betur, pabbi keypti hana í Sölunefndinni fyrir okkur bræðurna til að leika okkur á, ég þá c.a 10 ára með BMX hjálminn minn og hugsaði aðeins um það eitt að spóla og stökkva....hafði nákvæmlega enga sérstaka stjórn á því hvað var í gangi en þetta var svaka fjör. 12 ára eignaðist ég svo fyrstu vélarnar sem voru að sjálfsögðu Bjöllumótorar, eyddi öllum mínum frítíma í að skrúfa um há-vetur í kofa hræksni með olíulampa til að lýsa mér......en það fór engin þeirra í gang, fékk vél á ruslahaugunum og tók hanan með mér í sveitina til að setja í Buggy-smíðina mína, þá líklega 13 ára.....og allt fór af stað. Svo kom að því að minn fékk sér raunvörulegan bíl, fékk mér Dodge Daytona Turbo 1995 í 16 ára afmælisgjöf frá mér til mín. Númerin voru lögð inn en pabbi var svo óheppinn að eiga númer í skúrnum sem mátti skrúfa á hann með aðstoð spítukubbs og langara tréskrúfu. Á þessu var rúntað þar til að bíllinn var orðinn hálf slappur af átökum...þá 6 ára gamall bíllinn og gamli skildi ekki upp né niður í þessu....og nágranarnir sögðu ekki orð. Skipti svo á honum og Willis 1974 ef ef ég man rétt, með 360 amc, með enga eiginleika(afturhásingin var nánast framar en framhásingin) og .............40 mín eftir að ég fékk prófið datt mér til hugar að bota bílinn í glæra hálku í brekku sem endaði að sjálfsögðu á ljósastaur....löglega þó í þetta skiptið. Svona byrjaði ég ....fyrir utan að hafa fengið að prufa hjá gamla einhverja stuttar ferðir.
« Last Edit: December 27, 2008, 00:48:33 by TONI »

Offline Hafþór Jörundsson

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 38
  • I'm new in the fuck you business
    • View Profile
Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
« Reply #7 on: December 27, 2008, 00:55:58 »
Erfitt að toppa Svera, en eini fákurinn sem ég vill muna fyrir réttindi...var hnuplað af gamla og var himneskur rúntur á Dodge Power Wagon 4X4 ...1968
Hafþór Jörundsson
S:898-5811

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
« Reply #8 on: December 27, 2008, 11:19:33 »
já en þessi bronco er senilega sá ljótasti sem ég hef séð  :shock:allt er nú hægt að gera #-o
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
« Reply #9 on: December 27, 2008, 12:35:35 »
já en þessi bronco er senilega sá ljótasti sem ég hef séð  :shock:allt er nú hægt að gera #-o


:smt043
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Kristján Ingvars

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 804
  • You toucha dis machine, I smasha you face!
    • View Profile
Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
« Reply #10 on: December 27, 2008, 14:04:42 »
Það er allavega svona óþarflega mikið af aðskotahlutum framan á honum  8-[
Kristján Ingvarsson
Mercedes Benz 500S 1986 (seldur)
Chevrolet Bel Air 1955 (seldur)
Chevrolet Impala 1963 (í uppgerð)
Chevrolet Blazer 1992 (seldur)
Mazda 6 2006 (í notkun)

Offline Kristján Ingvars

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 804
  • You toucha dis machine, I smasha you face!
    • View Profile
Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
« Reply #11 on: December 27, 2008, 14:10:56 »
Annars með mig.. þó það flokkist nú kannski ekki undir akstur en þá var mín frumraun sú að ég sat og var að bíða inní gömlum volvo 240 sam gamli átti og orðinn frekar órólegur svo ég brá á það ráð taka hann úr handbremsu þar sem hann stóð í gangi í halla.. ég rann þarna afturá bak inní bílnum þónokkra metra og útá götu þangað til félagi hans náði að stökkva inní bílinn og stöðva hann  :mrgreen: en svona einn undir stýri þá var það annað hvort gamall súbbi eða mazda útá túni í Krossó, ætli ég hafi ekki verið 8-9ára  8-)
Kristján Ingvarsson
Mercedes Benz 500S 1986 (seldur)
Chevrolet Bel Air 1955 (seldur)
Chevrolet Impala 1963 (í uppgerð)
Chevrolet Blazer 1992 (seldur)
Mazda 6 2006 (í notkun)

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
« Reply #12 on: December 27, 2008, 14:34:12 »
Fyrsti bíllinn sem ég keyrði var Mazda 929, líklegast árgerð 1985 (en var ný úr kassanum).  Fyrsti bíllinn sem ég stýrði var hinsvegar Volvo Amazon.
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race

Offline ljotikall

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 838
    • View Profile
    • http://kvartmila.is
Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
« Reply #13 on: December 27, 2008, 15:22:50 »
gamall audi 100 með altof mjúka gorma :lol:
aukalimur#858
ljotikall@visir.is
pontiac = Poor old nigger thinks its a cadillac.
kveðja Guðjón Jónsson

Offline jeepson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 389
    • View Profile
Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
« Reply #14 on: December 27, 2008, 16:33:16 »
opel ascona c var fyrsti bíllinn sem ég keyrði. í kringum 12ára gamall. þessir bílar heita víst chevrolet monza á íslandi. en er í raun og veru bara opel ascona. menn þekkja þessa bíola í dag sem opel vectra
Gisli gisla

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
« Reply #15 on: December 27, 2008, 17:33:31 »
1970 Ford Cortina 1600, ég var 8 ára og fékk að aka henni í söndunum í Ölfusi hjá afa gamla. Bílinn á ég svo í dag.
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Brynjar Nova

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.280
    • View Profile
Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
« Reply #16 on: December 27, 2008, 18:22:24 »
Svona með fyrstu bílum sem ég keyrði
var ford cortina 1973 sem gamli átti
það kom fyrir að maður stal lyklunum
ég hef sennilega verið 12 ára :mrgreen: :D
« Last Edit: December 27, 2008, 18:25:16 by Brynjar Nova »
Brynjar Nova Íslandsmeistari í Sandspyrnu 2011 Fólksbílar 70 Nova
Besti tími, 5,82
Chevrolet Nova 1970 SS clone Blár
Chevrolet Nova 1970 SS orange
Chevrolet Nova 1973 rauður
Chevrolet Nova 1974 Grænn
Chevrolet Nova 1978 (seldur)
1971 Nova (seld)

Offline bluetrash

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 501
  • .........AND ON THE 8TH DAY GOD CREATED RED NECK'S
    • View Profile
Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
« Reply #17 on: December 27, 2008, 21:25:29 »
fyrsti bíllinn sem ég keyrði sjálfur var Landrover 1964. Þá 10 eða 11 ára gamall.. Afa fannst tími til kominn að ég lærði að keyra almennilega og keyrði bílinn út á túnið heima sem þá var ísilagt og sagði mér að setjast undir stýri og sýndi mér hvað kúpling, bremsa og bensígjöf væru staðsett og svo skyldi hann mig eftir þarna á miðju svellinu með þau orð að ég skyldi ekki koma heim án bílsins, svo horfði ég á eftir honum labba heim.. heheheheeee minnir að þetta hafi nú alla vega tekið mig um 5 tíma að ná tökum á þessu svelli.. Afi gamli, hann var meistari blessuð sé minning hans...

dodge74

  • Guest
Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
« Reply #18 on: December 27, 2008, 21:30:25 »
fyrsti billin sem ég keirði var suzuki 1000 man ekki hvaða arg en held að hun hafi verðið 80 og eitthvað

Offline sveri

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 722
    • View Profile
Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
« Reply #19 on: December 28, 2008, 00:20:50 »
já en þessi bronco er senilega sá ljótasti sem ég hef séð  :shock:allt er nú hægt að gera #-o


því betur eru skoðanir manna eins misjafnar og mennirnir eru margir ;) En ljótur or not þá var ekkert dónalegt að sitja undir stýri á þessu 10 ára gamall eða svo
Sverrir Yngvi Karlsson.
8665016
1986/1971 Ford bronco II 38" 351w
HILUX HRELLIR