Fyrsti bíllinn sem ég fékk að keyra sjálfur þegar ég var 5ára það var MMC Galant 2,0 ´87 eða ´88 var nýr en ég fékk að keyra hann í sveitinni, en flottasti bíllinn sem ég keyrði þegar ég var á sama aldri var ´85 280E M:Bens en frændi minn var of þunnur til að keyra okkur krökkunum í sundlaugina í sveitinni þannig að hann lét mig keyra þar sem ég var stærstur
, en áður hafði maður fengið að stýra nánast öllu sem var hægt að keyra í sveitinni bæði bílum og dráttarvélum frá því að maður gat gripið í eitthvað....
Eina skiptið sem ég fékk ekki að keyra bíl í lengri tíma var þegar ég var 13ára og fékk opel östru móður minnar til að rúnta um á túnunumm og frændi minn manaði mig til að stökkva á honum og akkúrat þegar ég náði flottu stökki þá sá móðir mín til mín leiðina niður brekku og hún sá hvernig bíllinn leit út að neðan þar sem stökkið heppnaðist það vel...
en engin notkun á einu einasta tæki restina af sumrinu var refsingin... sem var hræðilegur tími...