Það þarf ekki að laga flokkana neitt, það þarf miklu frekar að laga keppnishaldið til að laða keppendur að.
Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það þurfi að gera hvort tveggja.
Og ég get ekki séð að það þurfi bara að gera annaðhvort, er það ?
Eðlilega þá hef ég mikið meiri skoðanir á því hvað þarf að gera varðandi 4 cyl bíla.
T.d. eins og reglurnar eru í dag þá er ekki til flokkur þar sem að 4 cyl bíll getur keyrt á race gas t.d.
Nema þá í GF og þá með því að þyngja bílinn um c.a. 200kg
Sama á við Hondurnar, nema þær þyrftu að bæta við sig c.a. 350kg eða svo.
Mér finnst allt í lagi að það séu til flokkar fyrir 3-6 cyl bíla þar þeir eru sammkeppnishæfir og annað en race gas leyft.
Svo eru aðrir hlutir ens og að stock Impresa eða Dodge Neon SRT-4 passi ekki inn í RS flokkinn.
Einnig þá veit ég ekki betur en að það sé ekki til heads up flokkur þar sem að stockish 8 cyl bílar eru samkeppnishæfir.
Svona svo að ég nefni nokkra hluti sem að mér finnst nauðsynlegt að laga.
En ég vil endilega heyra rök fyrir því afhverju ykkur finnst ekki þurfa neinar reglubreytingar ?
kv
Guðmundur