Kvartmílan > Spyrnuspjall

Tillögur að reglubreytingum - MC

<< < (6/14) > >>

Anton Ólafsson:
Það þarf ekki að laga flokkana neitt, það þarf miklu frekar að laga keppnishaldið til að laða keppendur að.

Geir-H:
Þessu er ég reyndar sammála,

Guðmundur Þór Jóhannsson:

--- Quote from: Anton Ólafsson on January 03, 2009, 03:07:51 ---Það þarf ekki að laga flokkana neitt, það þarf miklu frekar að laga keppnishaldið til að laða keppendur að.

--- End quote ---


Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það þurfi að gera hvort tveggja.
Og ég get ekki séð að það þurfi bara að gera annaðhvort, er það ?

Eðlilega þá hef ég mikið meiri skoðanir á því hvað þarf að gera varðandi 4 cyl bíla.

T.d. eins og reglurnar eru í dag þá er ekki til flokkur þar sem að 4 cyl bíll getur keyrt á race gas t.d.
Nema þá í GF og þá með því að þyngja bílinn um c.a. 200kg
Sama á við Hondurnar, nema þær þyrftu að bæta við sig c.a. 350kg eða svo.
Mér finnst allt í lagi að það séu til flokkar fyrir 3-6 cyl bíla þar þeir eru sammkeppnishæfir og annað en race gas leyft.
Svo eru aðrir hlutir ens og að stock Impresa eða Dodge Neon SRT-4 passi ekki inn í RS flokkinn.
Einnig þá veit ég ekki betur en að það sé ekki til heads up flokkur þar sem að stockish 8 cyl bílar eru samkeppnishæfir.
Svona svo að ég nefni nokkra hluti sem að mér finnst nauðsynlegt að laga.

En ég vil endilega heyra rök fyrir því afhverju ykkur finnst ekki þurfa neinar reglubreytingar ?

kv
Guðmundur

1966 Charger:
Þegar hér er komið sögu er rétt að upplýsa um reglur KK í þessu sambandi:

7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna.

Tillögum að reglubreytingum skal skila inn til nefndar sem fer yfir tillögur að breytingum eða kemur með tillögur sjálf til reglu eða flokkabreytinga.

Tillögur skulu berast nefndinni skriflega  fyrir 5 Janúar hvers árs.

Nefndin skal skipuð minnst  3 og ekki fleirum en 5  mönnum ,sem ekki sitja við stjórn KK á því tímabili, völdum af stjórn klúbbsins til tveggja ára í senn.

Þessi nefnd skal þar næst að boða til fundar með keppendum í þeim flokkum sem lagt er til að breyta til að rökræða tillögur eftir að fresti til að skila inn tillögum lýkur.

Þær tillögur sem nefndin samþykkir þarf svo að kjósa um á aðalfundi.

maggifinn:

--- Quote from: 1966 Charger on January 03, 2009, 13:09:36 ---Þegar hér er komið sögu er rétt að upplýsa um reglur KK í þessu sambandi:


Tillögum að reglubreytingum skal skila inn til nefndar sem fer yfir tillögur að breytingum eða kemur með tillögur sjálf til reglu eða flokkabreytinga.

Tillögur skulu berast nefndinni skriflega  fyrir 5 Janúar hvers árs.

Nefndin skal skipuð minnst  3 og ekki fleirum en 5  mönnum ,sem ekki sitja við stjórn KK á því tímabili, völdum af stjórn klúbbsins til tveggja ára í senn

--- End quote ---

 Gott að fá þetta fram Raggi. ég sé aðalvandamálin í þessari reglu þær að tíminn frá 5-Janúar til aðalfundar er hvergi nærri nægur til að fá fram málefnalega umræðu um hvað má betur fara í tillögum og því síður nægur til að funda með keppendum og hafa samráð um alla flokka.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version