Kvartmílan > Spyrnuspjall
Tillögur að reglubreytingum - MC
Guðmundur Þór Jóhannsson:
Umræður um reglubreytingar eru á fullu þessa dagana og hér og það fyrsta sem að við tókum fyrir er MC flokkurinn og mögulegar breytingar þar.
Við viljum leggja þetta fram hér og óskum eftir málefnanlegri og góðri umræðu, einnig þá viljum við helst fá comment beint á okkur í tölvupósti á reglur@kvartmila.is einnig þá erum allir til í að ræða þetta one on one.
MC flokkur - Opna flokkinn fyrir bíla framleidda eftir 1985 og leifa innspýtingar.
Taka út takmarkanir á framleiðslu landi, sem sagt t.d. leifa 8cyl þýska og japanska bíla.
Ástæðurnar fyrir þessu eru þær að í dag þá eiga stock 8 cyl bílar framleiddir eftir 1985 hvergi
heima né heldur 8cyl þýskir og japanskir, einnig þá eru þessir bílar á svipuðu reiki og þeir sem eru í
MC í dag, taka skal fram að power adders verða ekki leifðir í þessum flokk.
Flokkurinn verði takmarkaður við bíla sem að þurfa ekki veltiboga og veltibúr
þeir bílar sem að þurfa eftirfarandi búnað finnst okkur að eigi ekki heima í entry level flokki.
Reglunefnd
Guðmundur Þór Jóhannsson
Gunnar Sigurðsson
Hálfdán Sigurjónsson
Ingólfur Arnarson
Magnús Finnbjörnsson
e-mail reglur@kvartmila.is
Guðmundur Þór Jóhannsson:
Tjah t.d. þá var engum reglum breytt núna fyrir sumarið var það ?
En varla ertu ósammála því að það vanti flokk fyrir lítið breytta 8cyl bíla hvort sem þeir eru Amerískir eða ekki ?
1966 Charger:
Sælir strákar
Í fljótu bragði sé ég tvennt sem þið þurfið að spá í.
Í 1. lagi þá munu hugmyndir ykkar gera MC að óopinberum index flokki vegna þess að bílar sem ná veltibogatíma verða ekki gjaldgengir í flokknum. Þetta verður því í raun 11.99 flokkur (miðað við núverandi veltibogareglur á vef KK). Þetta þýðir að það verður ekki mikið meiri framþróun í e.t. í þessum flokki sem er ekki gott. Það á nefnilega að vera hægt að ná lágum 11 og jafnvel háum 10 sekúntum í þessum flokki út frá núverandi reglum. Þeir bílar sem hafa keppt mest í þessum flokki undanfarið eru hvorttveggja þungir og alls ekki tjúnnaðir til fulls miðað við regluheimildir en hafa þó verið í lágum 12. Verði hugmyndir ykkar að veruleika þá tjúnna keppendur bara fyrir 11.99. Þá dregur verulega úr gamaninu fyrir keppendur sem áhorfendur.
Í 2. lagi þá skil ég að þið viljið reyna að opna reglurnar til að fjölga keppendum. Því miður hefur verið fámennt í MC síðustu árin (fjórir bílar s.l. sumar) miðað við gullaldarárin c.a. 2003. Tilraunir til að fá eigendur tryllitækja til að koma í flokkinn hafa ekki gefið neitt af sér. En hér er hægt að fara tvær leiðir. Önnur leiðin er að þrengja enn meira reglurnar um hversu mikið má tjúnna til að auka líkurnar á að sá fjöldi lítið tjúnnaðra tryllitækja sem hér eru til mæti. Færa semsagt reglurnar nær búnaði þeirra tryllitækja sem eru á götunum hér. Keppnin skv. þessu yrði líklega jafnari og erfiðara væri fyrir einn keppanda að stinga hjörðina af. Hin leiðin er sú sem þið leggið til. Ég hef ekki hugmynd um (og ég held að þið vitið það ekki heldur) hvort þá muni fjölga í flokknum. En það er morgunljóst að verði ykkar hugmynd að veruleika þá er þetta ekki lengur MC flokkur. Þetta væri nýr keppnisflokkur vegna þess að þar geta átt heima bílar sem aldrei geta skilgreinst sem tryllitæki/kaggar (musclecars). Þetta verður þá einhverskonar klósettflokkur þar sem margskonar bílum er sturtað inn. Hann gæti heitið WC :wink:.
Í fyrra lagði ég nokkra vinnu í að koma til KK hugmyndum um reglubreytingar í MC vegna þess að klúbburinn bauð upp á það. Ég hafði þrennt í huga við þá vinnu: Að gera MC reglurnar einfaldari, að gera keppnina jafnari og að draga úr möguleikum á svindli. Ég sendi þær til KK en ekkert varð úr breytingum það árið. Þið látið mig bara vita ef þið hafið áhuga á að fá þessar hugmyndir sendar aftur.
Góðar stundir
Ragnar
Guðmundur Þór Jóhannsson:
Sælir Ragnar.
Endilega sendu þessar tillögur aftur á reglur@kvartmila.is því við viljum sjá allt sem að menn hafa áhuga á að breyta.
Varðandi ET þá eru það 11.49, ég veit að það stendur einhversstaðar í reglunum að það sé 11.99 en því var breytt fyrir 2-3 árum skildist mér.
kv
Guðmundur
Ingó:
--- Quote from: 1966 Charger on December 21, 2008, 16:41:46 ---Sælir strákar
Í fljótu bragði sé ég tvennt sem þið þurfið að spá í.
Í 1. lagi þá munu hugmyndir ykkar gera MC að óopinberum index flokki vegna þess að bílar sem ná veltibogatíma verða ekki gjaldgengir í flokknum. Þetta verður því í raun 11.99 flokkur (miðað við núverandi veltibogareglur á vef KK). Þetta þýðir að það verður ekki mikið meiri framþróun í e.t. í þessum flokki sem er ekki gott. Það á nefnilega að vera hægt að ná lágum 11 og jafnvel háum 10 sekúntum í þessum flokki út frá núverandi reglum. Þeir bílar sem hafa keppt mest í þessum flokki undanfarið eru hvorttveggja þungir og alls ekki tjúnnaðir til fulls miðað við regluheimildir en hafa þó verið í lágum 12. Verði hugmyndir ykkar að veruleika þá tjúnna keppendur bara fyrir 11.99. Þá dregur verulega úr gamaninu fyrir keppendur sem áhorfendur.
Sæll Ragnar.
Það er ekki verið að tala um að banna bíla með búr og boga heldur er verið að miða við að bílar í MC fari ekki á betri tíma en 11,49 sem er viðmið við veltiboga enda er það ekki auðvelt að fara niður í 11,49 á venjulegum radial dekkjum. Við teljum einnig ef einhver smíðar sér MC bíl sem er með boga og getur farið niður í 11,49 má sé það minnsta mála að fara í lágar 10 með því að setja slikka undir. MC er hugsaður fyrir öfluga götubíla á radial dekkjum.
Í 2. lagi þá skil ég að þið viljið reyna að opna reglurnar til að fjölga keppendum. Því miður hefur verið fámennt í MC síðustu árin (fjórir bílar s.l. sumar) miðað við gullaldarárin c.a. 2003. Tilraunir til að fá eigendur tryllitækja til að koma í flokkinn hafa ekki gefið neitt af sér. En hér er hægt að fara tvær leiðir. Önnur leiðin er að þrengja enn meira reglurnar um hversu mikið má tjúnna til að auka líkurnar á að sá fjöldi lítið tjúnnaðra tryllitækja sem hér eru til mæti. Færa semsagt reglurnar nær búnaði þeirra tryllitækja sem eru á götunum hér. Keppnin skv. þessu yrði líklega jafnari og erfiðara væri fyrir einn keppanda að stinga hjörðina af. Hin leiðin er sú sem þið leggið til. Ég hef ekki hugmynd um (og ég held að þið vitið það ekki heldur) hvort þá muni fjölga í flokknum. En það er morgunljóst að verði ykkar hugmynd að veruleika þá er þetta ekki lengur MC flokkur. Þetta væri nýr keppnisflokkur vegna þess að þar geta átt heima bílar sem aldrei geta skilgreinst sem tryllitæki/kaggar (musclecars). Þetta verður þá einhverskonar klósettflokkur þar sem margskonar bílum er sturtað inn. Hann gæti heitið WC :wink:.
Hvað áttu við er 2000 árgerð af Camaro ekki MC bíll? Er 2008 Charger ekki MC bíll ? Er 2005 Mustang ekki MC bíll ? Allir þessir bílar eru með SB á meðan gömlu bílarnir ykkar eru með BB. Viltu ekki keppa við nýja MC bíla? Allavega eru þeir ekki að fara á betri tíma en MC bílarnir í dag. Ég veit ekki til þess að nokkur bíll sem kæmist í breyttan MC farið undir 12,2 sek á radial dekkjum.
KV Ingó. :D
Í fyrra lagði ég nokkra vinnu í að koma til KK hugmyndum um reglubreytingar í MC vegna þess að klúbburinn bauð upp á það. Ég hafði þrennt í huga við þá vinnu: Að gera MC reglurnar einfaldari, að gera keppnina jafnari og að draga úr möguleikum á svindli. Ég sendi þær til KK en ekkert varð úr breytingum það árið. Þið látið mig bara vita ef þið hafið áhuga á að fá þessar hugmyndir sendar aftur.
Góðar stundir
Ragnar
--- End quote ---
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version