Kvartmílan > Spyrnuspjall
Tillögur að reglubreytingum - MC
1966 Charger:
Sælir strákar
Það stendur enþá í MC reglunum á þessum vef að 11.99 sé veltibogatími. Ég trúi öllu sem stendur í reglunum :wink:
Svörin ykkar staðfesta að 11.49 (eða 11.99) verður eins og "index" tími fyrir þennan flokk. Hörku heads up keppni leggst þá af.
Ingó: Samkvæmt bréfinu ykkar munu þýskir og japanskir bílar verða skilgreindir sem musclecars. Over my dead body.
Hvað varðar þá spurningu þína hvort ég vilji ekki keppa við þessa bíla þá er því til að svara að það sem mestu máli skiptir er að fjölga keppendum. Ef þið eruð vissir um að það muni gerast svona þá skuluð þið endilega drífa í þessu. En ég tel mjög líklegt að eigendur létttjúnnaðra klassískra amerískra tryllitækja munu líklega ekki keppa í slíkum flokki þannig að þessir nýju bílar mundu einfaldlega yfirtaka flokkinn. Það verður nefnilega hægt að ná 11.49 á þeim bílum sem þið viljið opna fyrir í flokkinn miðað við núgildandi útbúnaðarreglur. Tvö orð fyrir þá sem efast: Viper og Corvette. Einnig er nýji Challengerinn að fara á 12.10 með afar litlum breytingum.
Ein hugmynd til að fá ný-kagga á hreinum radialdekkjum til keppni væri að tvískipta þessum flokki í NMC (Neo-Muscle Cars) og CMC (Classic Muscle Cars). Við erum að tala um old school vs new school technology; blöndungar vs innspýtingar, tölvur vs. skrúfjárn. Það er í raun það margt sem greinir þessa bíla að, að rökin fyrir slíkri tvískiptingu eru nokkuð skýr.
Það væri kannski reynandi að sjá hver áhuginn væri á slíkum NMC flokki næsta sumar áður en farið er að hræra í núverandi MC reglum og opna þann flokk fyrir nýjum bílum?
Góðar stundir
Err
Geir-H:
Sammála Ragnari í þessu líst miklu betur á þetta heldur en að fara að hræra of mikið í MC
Ingó:
--- Quote from: 1966 Charger on December 21, 2008, 20:58:46 ---Sælir strákar
Það stendur enþá í MC reglunum á þessum vef að 11.99 sé veltibogatími. Ég trúi öllu sem stendur í reglunum :wink:
Sæll Ragnar.
Svörin ykkar staðfesta að 11.49 (eða 11.99) verður eins og "index" tími fyrir þennan flokk. Hörku heads up keppni leggst þá af.
Það verður gaman að sjá það gerast að menn aka á 11,49 ferð eftir ferð lo lo.
Ingó: Samkvæmt bréfinu ykkar munu þýskir og japanskir bílar verða skilgreindir sem musclecars. Over my dead body
Það var rætt sérstaklega þetta með BMW og M Bens og við sáum ekki ógn í þessum bílum og þeir passa eiginlega hvergi en það má deila um það hvort þeir megi vera með í MC.
Hvað varðar þá spurningu þína hvort ég vilji ekki keppa við þessa bíla þá er því til að svara að það sem mestu máli skiptir er að fjölga keppendum. Ef þið eruð vissir um að það muni gerast svona þá skuluð þið endilega drífa í þessu. En ég tel mjög líklegt að eigendur létttjúnnaðra klassískra amerískra tryllitækja munu líklega ekki keppa í slíkum flokki þannig að þessir nýju bílar mundu einfaldlega yfirtaka flokkinn. Það verður nefnilega hægt að ná 11.49 á þeim bílum sem þið viljið opna fyrir í flokkinn miðað við núgildandi útbúnaðarreglur. Tvö orð fyrir þá sem efast: Viper og Corvette. Einnig er nýji Challengerinn að fara á 12.10 með afar litlum breytingum.
Það er ekki ástæða að hræðast nýju bílana. Ef þú hefur fylgst með upp á braut þá hafa bæði TT C6 Z06 og Viper mætt þangað og voru að ná best 12,3-13 sek fyrir utan að Viper er V10 sem er ekki löglegt . Miðað við það grip sem er á brautinni og að bílar séu á radial dekkjum þá sé ég ekki að þessir bílar séu að gera eitthvað betri hluti en þið eruð að gera. Það hefur sýnt sig að það er ekki hægt að bera saman tíma á okkar braut og brautum í USA
Ein hugmynd til að fá ný-kagga á hreinum radialdekkjum til keppni væri að tvískipta þessum flokki í NMC (Neo-Muscle Cars) og CMC (Classic Muscle Cars). Við erum að tala um old school vs new school technology; blöndungar vs innspýtingar, tölvur vs. skrúfjárn. Það er í raun það margt sem greinir þessa bíla að, að rökin fyrir slíkri tvískiptingu eru nokkuð skýr.
Old School New School. Er það ekki rétt að það má vera með allt að 560 cic BB í MC það hlýtur að duga á móti SB sem er í öllum bílum af nýrri gerðinni. Það hlýtur að vera markmið KK að fjölga keppendum í flokkum og skapa keppni og það er markmiðið með þessari hugmynd.
Kv Ingó. :)
Það væri kannski reynandi að sjá hver áhuginn væri á slíkum NMC flokki næsta sumar áður en farið er að hræra í núverandi MC reglum og opna þann flokk fyrir nýjum bílum?
Góðar stundir
Err
--- End quote ---
1966 Charger:
Ingó reit: "Það hlýtur að vera markmið KK að fjölga keppendum í flokkum og skapa keppni og það er markmiðið með þessari hugmynd."
Ingólfur,
Við erum sammála um að það þarf að finna leiðir til að fjölga keppendum og leitast líka við að gera keppni jafna (spennandi). Við erum bara ósammála um leiðirnar.
Ef breyta á MC reglunum þá tel ég vænlegra að færa þær nær þeim útbúnaði sem eru í fleiri klassískum tryllitækjum hérlendis til að auka líkurnar á að eigendur þeirra mæti til keppni. Jafnframt finnst sú hugmynd umræðuverð að gera nýjan plain radial flokk fyrir þessi tölvukeyrðu innspýttu tryllitæki. Kannski þætti sumum eigendum slíkra bíla nefnilega fúlt að tapa fyrir fornbíl en væru sáttari að etja kappi við bíl af sama sauðahúsi.
Góðar stundir
Ragnar
Geir-H:
--- Quote from: 1966 Charger on December 21, 2008, 23:24:34 ---Ingó reit: "Það hlýtur að vera markmið KK að fjölga keppendum í flokkum og skapa keppni og það er markmiðið með þessari hugmynd."
Ingólfur,
Við erum sammála um að það þarf að finna leiðir til að fjölga keppendum og leitast líka við að gera keppni jafna (spennandi). Við erum bara ósammála um leiðirnar.
Ef breyta á MC reglunum þá tel ég vænlegra að færa þær nær þeim útbúnaði sem eru í fleiri klassískum tryllitækjum hérlendis til að auka líkurnar á að eigendur þeirra mæti til keppni. Jafnframt finnst sú hugmynd umræðuverð að gera nýjan plain radial flokk fyrir þessi tölvukeyrðu innspýttu tryllitæki. Kannski þætti sumum eigendum slíkra bíla nefnilega fúlt að tapa fyrir fornbíl en væru sáttari að etja kappi við bíl af sama sauðahúsi.
Góðar stundir
Ragnar
--- End quote ---
Þennan flokk hefur vantað og væri til að sjá flokk fyrir þessa bíla! Reyna að fá sem flesta af þessum yngri F-Body bíl og Mustang til dæmis!
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version