Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Hvað er jákvætt við sandspyrnubraut á svæði KK
Halldór H.:
Nei það er annað hvort km gjald eða tíma vinna.
stigurh:
Takk fyrir þetta Halldór. Þetta er gott innlegg. Þetta er að vísu ekki staðfesting en engu að síður mjög sannfærandi. Þetta er í samræmi við það sem ég hef alltaf sagt, fyrir klink !
Fáum tilboð, útboð og heimboð í þetta !
Það er mín sannfæring að sandspyrnubraut muni verða KK mun betri rekstrareining en kvartmílubrautin er í dag og þessum peningum vel varið.
Ég held að þegar fram líða stundir muni þátttaka í sandspyrnu vera svo vel sótt að keppnishald taki tvo daga. Smá framtíðarmusic :-({|= Brjálað að gera hjá gjaldkeranum !
stigurh
maggifinn:
Það eru fleiri í þessum pælingum en bara Kvartmíluklúbburinn, http://www.yellowbullet.com/forum/showthread.php?t=98827
New England dragway was approached by a few mud racers to hopefully run a few mud drags on their grounds in the hopes of establishing a permanent facility for mud racing. They accepted and a track is in the works. The Mud drag track is going to run parrallel to the existing asphalt track and will be an almost carbon copy of it. With spectator stands, officials and timing tower and full pro tree timing system. Track will be 180 to 200ft of mud with at least 800 ft of shutdown. The mud races will be running simultainiously with the asphalt drags.
Hver er munurinn á að keyra þessar mud brautir og sandbrautir? ætli sé minna fok af drullubraut?
eitt drulluvídjó hér http://vids.myspace.com/index.cfm?fuseaction=vids.individual&VideoID=46199115
stigurh:
Það er eins og þeir séu bara að taka 60ft.
stigurh
Elmar Þór:
--- Quote from: Halldór H 935 on December 20, 2008, 02:54:36 --- Rúmmeter af sandi kostar 80 kr og það þarf 3000 m3 í 300m langann kafla sem er 10m breiður þá eru það 240 þús kr.
Það þarf 190 trailera af efni í þetta, þeir keyra fyrir 230 kr, per km, kostur ef efnið fæst sem nærst staðnum.
Jarðýta er með ca 8 þús á tímann og hún getur jafnað undir brautina á ca 30 tímum, sem gera 240,000.
Þarna er komin tæp hálf milla og rezt fer í akstur.
Eins og ég sagði er þetta gróflega reiknað.
--- End quote ---
Hvað myndi svona braut vera þykk, 60 -130 cm ?
ódýrasti sandurinn hjá Vatnsskarðsnámum er 785 og myndi ég telja hann of grófan þannig að við þyrftum að fara í fíni sans og hann er sagður kosta 1270 kr per m3. Það væri örugglega hagstæðast að kaupa sandinn hjá þeim þar sem styðst er að ég held að keyra hann. Svo væri kannski hægt að láta þá bara gera sér tilboð í þetta hjá vatnsskarði.
Er nokkuð leyfilegt að taka sand úr fjörum?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version