Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Næsta Sumar

<< < (6/17) > >>

Shafiroff:
sælir félagar.já þetta er rétti andinn enda ekki við öðru að búast frá alvöru mönnum sem hugsa hvað þeir geti gert fyrir klúbbinn sinn en ekki öfugt eins og svo margir.það eru nokkur atriði sem þarf að setja á full sving sem eru eftir farandi.gamla hliðið það þarf að grafa niður á festingarnar losa það og fara með það á sinn framtíðarstað það er að segja við nýja veginn og steipa það niður.síðan þarf að tala við þennan mann hjá SANDTAK sem er að mér skilst í einhverjum flugklúbb og vill fá lendingarleyfi og eitthvað fleira í þeim dúr á brautinni okkar og vill hann sandblása fyrir okkur turnana og zinkhúða og kannski mála í staðinn.svo er eitt ,við þyrftum að fara nokkrir upp eftir í björtu og finna góðan stað fyrir SANDSPYRNUBRAUT stikana út og athuga hvort öll leyfi og alles séu klár.þetta er svona það sem er brýnast í augnablykinu.hvað sjálfa KVARTMÍLUBRAUTINA varðar þá mun það verða gert félagsmönnum ljóst þegar það mál er alveg klárt og þá mun félagsmönnum gefast kostur að segja sitt álit á því.en eins og við vitum þá er enginn varasjóður og ekkert hægt að ná í peninga hvergi nokkurstaðar þannig að það er aldrei of varlega farið í þessu árferði og ekki tími fyrir eitthvað lottó.ég vil minna ykkur á það kæru félagar að við í stjórn erum bara 4 og allar svona ákvarðanatökur og afreiðsla er í okkar höndum,en öll hjálp og aðstoð er vel þegin.munið eitt klúbburinn verður ekki sterkari en það fólk sem í honum er.kv AUÐUNN HERLUFSEN.

Halldór H.:


Ég styð þetta með sandspyrnubraut, klárlega...

Það þyrfti nú varla úðara system á hana, það rignir hjá ykkur 300 daga á ári :D

Jón Þór Bjarnason:

--- Quote from: Halldór H 935 on November 30, 2008, 23:01:53 ---Hæ

Ég styð þetta með sandspyrnubraut, klárlega...

Það þyrfti nú varla úðara system á hana, það rignir hjá ykkur 300 daga á ári :D

--- End quote ---
Mikið rétt og þá aðallega á laugardögum þegar það er skráð keppni.  :D

gstuning:
Menn sem eru að mæta á brautina eru að reyna slá met.
Þau met eru mæld í fjórðungsmílu ekki áttung.

Frekar uppfæra brautina til að henta 1/4 heldur enn að draga alla í 1/8.
Það er nú ekki eins og íslendingar séu að fara hvað hraðast.
Þessa braut má laga til að henta ALVÖRU kvartmílu.

1/4 eingöngu, annars stór efa ég að hægir bílar nenni að mæta,

Einar K. Möller:
Mér persónulega er alveg sama hvort er 1/8 eða 1/4, málið er að geta keyrt.

Hvað varðar sandspyrnubraut, þá finnst þér þetta snilldardæmi, hvar sem í ands.... hún verður sett niður. Fer þó ekki af þeirri skoðun að það eigi að leggja ALLT í að afgreiða kvartmílubrautina sjálfa fyrst og fremst, hitt finnst mér mega gerast þegar því er lokið.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version