Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Næsta Sumar

(1/17) > >>

ÁmK Racing:
Hæ er bara að forvitnast hvort menn séu farnir að hugsa eitthvað út í næsta sumar s.s.keppnisform 1/8eða 1/4 og hvort gerðar verði einhverjar breyttingar á flokkum.Veit vel af reglunefndinni en hvort að menn séu eitthvað farnir að spjalla saman um flokka og þá hvað.Í minni grúppu eru menn almennt samála um að á meðan brautinn okkur er eins og hún er( og þá er ég ekki að drulla yfir hana) og miðað við árferði hjá bæjarfélögum og í landinu öllu yrði gáfulegast að keyra allaflokka 1/8 næsta sumar.Endilega ræðum þetta svolítið á málefnanlegum nótum og komið með einhvað fjör þetta er búið að vera svolítið down hérna í vetur.Eigum við að ræða það eitthvað.Kv Árni Kjartans

Kristján Skjóldal:
mér finnst allavega ef OF á að keira 1/8 þá  á GF líka að gera það þar sem þeir eru að verða komnir á svipaða hraða ef ekki hraðar en sumir í OF :Dog svo á að nota tækifærið og keira 1/8 allt leifilegt og start á jöfnu ekkert vigtunar eða reglubull bara standast örygisskoðun  :idea:

Guðmundur Þór Jóhannsson:
Ég er reyndar ekki alveg að sjá afhverju það er gáfulegast að keyra alla flokka á 1/8 mílu.

Einhver rök sem þú hefur þar að baki ?
Það eru alls ekki allir bílar sem eru að missa grip úti á miðri braut t.d.
Einnig þá stórefast ég um að bremsukaflinn sé of lítill fyrir þónokkuð af flokkunum

Langar bara að heyra ykkar rök

Ég persónulega hef mikið meiri áhuga á að keyra 1/4 mílu.

Kristján Skjóldal:
samála =D> og bara svo en einu sinni það sem er að þessari braut hefur ekkert gera með 1/8 eða 1/4 ef að bill fer í spól þá er það hvort eð er fyrir 1/8 ein og ég hef alltaf sagt bara keppa í báðu flokkum það er komin timi á það :!:

ÁmK Racing:
Sæll Gummi það eru margar ástæður fyrir því að 1/8 er sniðugra eins og staða er í dag.Tökum dæmi öryggi.Það er ekkert grín strákar ef 1500kg bíll á 130+ mílum fer út af þarna beint út í kargan.Ég persónulega hef séð bíl sem fór þarna útaf og sem betur fer var hann með mjög vel smíðað veltibúr og fl.+Heilmingi minna bensín og miklu minna álag á draslið og það dugar tvöfallt lengur.Ég var út í Orlando um daginn á world street nats keppninni og þeir hreinlega skildu ekkert í okkur eskimóunum að vera að sperra okkur kvart.Flest sambönd úti eru buin að skifta eða ætla að skifta í 1/8 og meirihlutinn af keppendunum þarna kepptu í 1/8.Þó ekki í þessari keppni.Svo er þetta meiri slagur á línunni því það þíðir ekkert að hugsa að þú sért með yfirburða power ef þú sefur yfir þig þá er það búið.Mig persónulega finnst gaman að keppa í kvart en ég hef eingan áhuga á að fara útaf þarna á 180 mph.Kv Árni

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version