Sælir félagar.
Þá er tími sannleikans runninn upp.
Þar sem að Jón gjaldkeri hefur ekki virt mig svars þá er eins gott að koma með þetta hingað inn.
Davíð bað mig að athuga gegnum bróðir minn hvort við gætum fengið gott verð í 100 mann veislu á "Steak And Play".
Þetta gerðum við að sjálfsögðu og fengum þessi verð sem að ég kom með í pósti hér að ofan.
Það er vika síðan við létum vita af þessu tilboði og síðan kemur Auðunn hér á netið og er með alls konar yfirlýsingar um eiganda staðarins sem var þá búinn að gera okkur mjög gott tilboð, burt séð frá því hvort því yrði tekið eða ekki.
Og hann (Auðunn) segir að það eigi að halda þetta í félagsheimilinu.
Ég varð svolítið hissa á því að frétta af þessu svona, ég hélt að ég yrði látinn vita af þessari ákvörðun persónulega eða að minnsta kosti í gegnum tölvupóst til að ég gæti komið upplýsingum áfram.
Síðan hringir Davíð í mig í gærkvöldi og segir mér að það sé ekkert búið að ákveða.
Það er verið að óska eftir svari af eða á frá staðnum og það svar hef ég ekki fengið.
Á ég að bera þann skæting í eigandann sem að Auðunn hefur verið með hér á netinu.
Það var búið að bjóða okkur staðinn endurgjaldslaust fyrir verlaunaafhendingar.
Hvað á að gera núna.
Ég er einungis a biðja um svar af eða á.
Það gildir einu mig persónulega hvort þetta er haldið á Steak and Play eða í félagsheimili klúbbsins, ég vil bara geta sagt af eða á við þá hjá Steak and Play.
Hvað við kemur því að ég einn vinni móti hagsmunum klúbbsins Gísli, skoðaðu þá hver er skráður ábyrgðarmaður á keppnissvæðið til eins árs.
Spurðu síðan hver hafi fengið mitt leyfi til að nota mitt nafn og kennitölu á þetta plagg.
Ég var aldrei spurður að því hvort ég vildi gera þetta, mitt nafn var notað að mér forspurðum.
Ég var ekki ánægður með þetta en ef ég hefði dregið þetta til baka þá hefði það skaðað klúbbinn þannig að ég gerði það ekki.
Ekki veit ég hvort að þetta var einhver kvöð eða ekki að mitt nafn þyrfti að vera þarna, en ég gaf kost á mér í þessa frægu öryggisnefnd og er að starfa þar fyrir klúbbinn.
Ég er ekki viss um að menn geri sér grein fyrir því hversu mikil ábyrgð fylgir því að vera ábyrgðarmaður á svæðinu, en hún er gríðarleg.
En keppnistímabilið er búið og aðeins ein skýrsla eftir sem að verið er að vinna í.
Enn og aftur get ég fengið ákvörðun stjórnar STAÐFESTA á því hvar lokahófið á að vera til að ég geti svara Steak and Play.
Kv.
Hálfdán.