Ræddum um þetta í gær á fundinum. Í sjálfu sér líst mér alls ekkert illa á þetta, þetta er talsvert ódýrara en að fara á Steak and Play þó svo að það kosti 3.000 kall þar þá er kostnaðurinn fljótur að rjúka upp úr öllu ef það á t.d. eftir að kaupa sér nokkra kalda á barnum á 700kr. Í mínu tilviki yrði þetta kvöld aldrei undir 10.000 kalli.
Hægt er að halda verðinu á bjórnum niðri ef keyptir verða t.d. 3 stk af 30 ltr. bjór kútum. Þeir kosta minnir mig um 12 þús kall stykkið, (12000 x 3 = 36.000kr, þar af er skilagjald upp á tæpann 2.000 kr. af hverjum kút 6.000, (36.000 - 6.000 = 32.000kr) Þessir þrír kútar innihalda 180 glös af 1/2 bjór. Ef glasið er selt á, segjum 300kr. þá verður heildarsalan ef allt klárast 54.000 kr, þá er klúbburinn samt í gróða um 22.000 kr. og við borgum skitinn 300 kall fyrir bjórinn.
Hitt er annað að KK er ekki með vínveitingaleyfi, við myndum þá bara selja glösin á 300kr og gefa bjórinn!
Að halda þetta uppi á braut er líka ágætis leið til að þjappa hópnum betur saman. Ég held líka að fólk sé ekki tilbúið að punga út stórum fjárhæðum fyrir svona kvöld eins og staðan hjá mörgum er í dag, reyna heldur að hafa þetta temmilega flott og halda kostnaðnum niðri, ég tala nú ekki um ef vel verður mætt nk. Laugardag í tiltekt og málningu þá verður húsið vonandi djöfull flott þarnæsta Laugardag.
Þetta verður bara gaman, gerum þetta gaman og ekkert rugl!