Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

'70-'71 torino...?

<< < (10/14) > >>

Moli:

--- Quote from: Ingi Hrólfs on January 21, 2011, 14:32:26 ---
--- Quote from: sigm on January 20, 2011, 23:55:26 ---Það voru tveir svona "70 "71 GT Torino fyrir austan i den, á Egilsstöðum var lengi grænn með gyltum röndum og silsapusti var málaður rauður ca 1985.  Svo var annar á Seyðisfirði líka grænn með eld málaðan á frammendan og cragar felgur.
Á Reyðarfirði var svo blár (72 )  eins og þessi vínrauði herna á þræðinum.

kv sig

--- End quote ---
Þetta er ábyggilega bíllinn sem ég er að leita að. Steinþór Þórðarson kaupir allavegana grænan GT Torino með eldi máluðum á hliðarnar en það var ekki málað á framendan heldur var hvít rönd eftir hliðinni sem endaði í eldi (flames) á afturbrettunum. Er hægt að rekja þetta númer S1721, nú skiptu menn oft um númer á þílunum í gamladaga og komast að því hvort um sama bíl sé að ræða?
Kv
Ingi Hrólfs.

--- End quote ---

Sæll Ingi,

Reyndi að fletta því upp en það kom ekkert úr því.

Ingi Hrólfs:

--- Quote from: mph on January 20, 2011, 23:37:10 ---Pabbi minn átti Ford Torino þegar við bjuggum á Egilsstöðum hann var Grænn á litinn með hvítri rönd við gluggan og með sílsapústum 351 cleveland og var sjálfskiptur nr á honum var S1721 , á myndir af honum hendi þeim inn sem fyrst.

--- End quote ---
Sæll, já endilega skelltu inn myndum af þessum bíl sem fyrst, þetta geti verið bíllinn sem endaði svo í Nesk... Mér er spurn, hvenær bjugguð þið á Egilsstöðum og ef ég má spyrja, hvað heitir pabbi þinn?
Moli, takk fyrir að ath númerið, vonandi kemur þessi bíll í leitirnar.
Kv
Ingi Hrólfs.

sigm:
Næstum alveg viss um að það var ekki S 1721 á græna GT inum á Seyðisfirði. Það var U 1721 á lettanum mínum á Egilsstöðum á sama tíma. Mynnir að það hafi verið U 961 á græna/rauða GT inum á Egilsstöðum.  Get komist að hvaða númer var á Egs GT inum ef það skiftir máli.

saleen:

--- Quote from: Ingi Hrólfs on January 19, 2011, 20:14:29 ---Það var einn svona 71 í Neskaupstað "in the eightees", grænn með hvítum og rauðum flames sem teygðu sig alla leið á afturbrettin. Sá bíll var með 351 Cleveland og auto. Hann kom til Nesk frá Seyðisfirði og var keyptur af dreng sem tengdist Óla og Sigga Mikk einhvernvegin. Maxima 70 að framan og 60 að aftan, sílsapúst og Cragar felgur, töff bíll. Ef einhver man eftir þessum bíl, jafnvel á myndir þá væri gaman að fá að sjá þær.
K.v.
Ingi Hrólfs. 

--- End quote ---


Í sambandi við Seyðisfjarðar bílinn, þá ætti ég að geta reddað inn myndum af honum fljótlega. Hann var í eigu tengdapabba míns á þeim tíma sem hann var staðsettur á Seyðisfirði. Dagur Bjarnason átti hann þar, hann er giftur systir Sigga Mikka og Óla Mikka.
Held hann eigi einhverjar myndir af honum, en veit ekki hversu góðar þær eru  :D
Það væri mjög gaman að vita hvað varð af honum.

Bilabjossi:
 það var einn 70 torino rifinn a kjalarnesi 302 gt hvitur sem var leingi a geimslusvæðinu við kvartmilubrautina var illa farinn af riði

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version