Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

'70-'71 torino...?

<< < (8/14) > >>

brasi1:

--- Quote from: brasi1 on January 02, 2011, 14:14:35 ---
--- Quote from: Anton Ólafsson on December 02, 2008, 00:57:25 ---Jæja hérna eru tveir með mismikið af hurðum báðir hafa þeir eflaust verið góðir ölvagnar þó misgott sé að ganga um þá.








En sá sem getur sagt hvað þessir tveir eiga sameiginlegt hann fær stórar plús í kladdann,

--- End quote ---

--- Quote from: m-code on December 03, 2008, 23:14:19 ---Þessi græni fyrir utan gróðurhúsið er nú ansi merkilegur.
Þetta er GT Torino, Það er miklu lægri toppur á honum og annað grill og fl.
Það hafa líklega ekki komið margir svona á skerið.
Ætli þetta sé sami bíllin og er gulur í dag.

kv Beggi.

--- End quote ---
Ég átti þennan græna kringum 84. Var þá á Hornafirði. Viku eftir að ég seldi hann valt hann á hliðina en var ekkert stórvægilega skemmdur. Þurfti þó réttingu og sprautun. Þetta er ekki sá sami og var á Neskaupsstað. Sá hann síðast þegar hann stóð á planinu gegnt Bílabúð Benna og beið þar eftir sprautun.Held að hann hafi farið á Snæfellsnesið eða lengra vestur eftir það.

--- End quote ---
Sá græni endaði ævina á Kópaskeri. Eyþór Margeirsson ´Kópaskeri sagði að skiptingin hefði farið og hann verið rifinn eftir það.

kiddi63:
Það stóð alltaf einn Torino við Kleppsveginn, á túninu rétt fyrir neðan kassagerðina, hann var blár og með svartan vinyltopp minnir mig
alveg orginal og heillegur bíll.
Ég held að einhver eldri maður hafi átt hann en svo bara einn daginn var hann horfinn.
Þetta hefur sennilega verið 70 - 71 bíll.
Gaman að vita hvort bíllinn fór í geymslu eða hvort hann var seldur.
Auðvitað hafði maður ekki vit á því að taka mynd af honum  :-(

Ingi Hrólfs:
Það var einn svona 71 í Neskaupstað "in the eightees", grænn með hvítum og rauðum flames sem teygðu sig alla leið á afturbrettin. Sá bíll var með 351 Cleveland og auto. Hann kom til Nesk frá Seyðisfirði og var keyptur af dreng sem tengdist Óla og Sigga Mikk einhvernvegin. Maxima 70 að framan og 60 að aftan, sílsapúst og Cragar felgur, töff bíll. Ef einhver man eftir þessum bíl, jafnvel á myndir þá væri gaman að fá að sjá þær.
K.v.
Ingi Hrólfs. 

Gummari:
þessi blái fór í vöku búið að stafla öðrum bílum ofaná hann þegar hann var tekinn þaðan og rifinn í varahluti man eftir honum uppá höfða við hliðiná jeppapartasölunni þar sem hann var rifinn.

brasi1:
Ég átti græna X 3113, Torino GT bílinn á sínum tíma. Leitaði að honum af og til í mörg ár, þar sem ekki hafðist upp á síðasta skráða eiganda sem var fluttur til Danmerkur. Fyrir löngu síðan sá ég bregða fyrir í stuttmynd sem var tekin í einhverri sveit í nágrenni við Neskaupsstað gulum Torino GT, sem ég hélt að væri gamli  Torinoinn minn. Ég lét rekja hann fyrir mig en í ljós kom að svo var ekki. Oft er búið að rugla saman þessum bílum, gula Norðfjarðar Torinoinum og græna X 3113 bílnum.  Leitinni lauk því miður ekki vel. Staðan er sú í dag að sá græni var rifinn á Kópaskeri en sá guli er líklega sá sami og er nú á Garðsstöðum í Ísafjarðardjúpinu.  Halldór G.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version