Nonni er nú að benda á að þarna var ókeypis inn á flotta bílasýningu, sem og í fyrra, og ef heldur áfram sem horfir fer fólk kannski frekar að stíla inn á að komast inn á ókeypis bílasýningu heldur en að borga inn á hana, þannig verður K.K. kannski af nokkrum þúsundköllum, en ég held að það sé ekkert það mikið til að gráta yfir.
Flest fólk er nú það spennt eftir veturinn að það kannski firrar sig ekkert við að borga skitinn 1000kr. á eins og eina Bílasýningu snemma að vori... til að fá smá "fíling" fyrir sumarið, það sannaði sig amk. í vor og gerir án efa á næstu sýningu.
Annars ef að Krúser hefði rukkað inn þá hefði verið feitur peningur í kassanum eftir helgina, það er ekki spurning, þetta var bara ekki spurning um að rukka inn og græða heldur leyfa fólki að njóta þess að skoða flotta bíla.... ókeypis!