Sælir félagar.

Það kom upp sú hugmynd að vera með svona "hitting" á miðvikudagskvöldið 29. Júlí upp úr kl 19:00 (ekki nákvæmur tími kominn).
Ég spurði formanninn í dag hvort þetta væri gerlegt og hann taldi svo vera.
Þetta yrði að sjálfsögðu fyrir alla þá sem eru með tæki á númerum, síðan yrði stóra grillið kynnt og haft gaman eitthvað fram á kvöld enda spáð hreint frábæru veðri.

Það ræðst mest af viðbrögðum við þessu og áhuga hvort af þessu getur orðið.

Þá var hugmyndin að hver kæmi með sinn mat og grillaði, og kæmi náttúruleg með góða skapið líka.
Þetta yrði kanski góður undanfari fyrir komandi helgi.

Kv.
Hálfdán.