Sælir félagar.
Já þessi maður fer mikinn í þessum greinum og viðtölum.
Málið er hinns vegar það að hann vitnar aftur og aftur í "rannsóknir" og "tölur", en virðist ekki geta birt neitt slíkt.
Það væri mjög merkilegt að sjá þessar svo kölluðu "rannsónir" og "tölur" sem að hann vitnar í, þannig að maður geti séð þessar "staðreyndir" svart á hvítu.
Nú ef ekki er hægt að fá að sjá þetta þá hljóta allir að mega draga sínar eigin ályktanir út frá því.
Ég held að við getum ekki annað en sagt að viðkomandi tryggingafélag hafi að mér skilst verið með lægri iðgjöld en önnur, en ef þeir vilja ekki tryggja bíla sem að eru í mótorsporti þá ættu þeir bara að segja það en ekki að vera að kenna einhverju öðru um.
Það er svo hinns vegar allt annað mál að það ætti enginn að þurfa að nota tryggingaviðauka á Kvartmílubrautinni.
Það keppa allir á eigin ábyrgð á brautinni, sem að þýðir að ef um óhapp er að ræða þá ber hver sitt tjón.
Keppnis/æfingahaldari kaupir tryggingu gagnvart þriðja aðila sem eru: áhorfendur, stafsmenn og aðstoðarmenn samkvæmt settri reglugerð.
Ökumenn eru hinns vegar tryggðir af Tryggingastofnun Ríkisins, sem og allir landsmenn, þannig að mér þætti gaman að sjá rökin fyrir tryggingaviðaukanum.
Kanski rétt að benda á að það er nýfallinn dómur um þessa viðauka eins og Edda talar um hér á öðrum stað í þessum þræði, og það er einmitt TM sem er móðurfélag Elísabetar sem að er þar dæmt til að greiða bætur, þrátt fyrir vöntun á viðaukanum í því tilviki.
Er það hinns vegar ekki rétt hjá mér að þetta sé aðeins úrskurður héraðsdóms ?
Ef svo er þá á málið eftir að fara fyrir Hæstarétt og þar getur allt gerst.