Author Topic: Tryggingarfélagið Elísabet vill hraðaksturinn af lokuðum brautum og á göturnar  (Read 6560 times)

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Tekið af visir.is http://visir.is/article/20080718/LIFID01/610147851&SearchID=73324140577632

Þeir vilja greinilega að við reisum á götunni með þessari gjaldlagningu, mér skilst að þetta séu 15.000kr fyrir hvert skipti

Quote
Vék úr sæti fyrir dverginn Frank Höybye Christensen til að jafna út stærðarhlutföll.

„Einn stórleikari tekur við af öðrum," segir Jón Páll Leifsson, rekstrarstjóri tryggingafélagsins Elísabetar. Til þessa hefur Jón Páll leikið í auglýsingu fyrir fyrirtækið þar sem Austin Mini er lagt við hliðina á löngum jeppa, til marks um muninn á verði trygginga Elísabetar og annarra trygginga­félaga. Nú er farin í gang ný herferð undir yfirskriftinni Nútímaleg og betri Elísabet og hefur gamla Mini-inum verið skipt út fyrir nýjan sem er þó stærri í sniðum.

„Til þess að jafna út stærðarmun bílanna ákvað ég að ráða til mín þennan knáa dverg sem fór í mín föt í bókstaflegri merkingu," segir Jón Páll og á þar við hinn smágerða Frank Höybye Christensen.

Fyrri útgáfan og sú nýja eru báðar sýndar í nýju auglýsingunni. Sú fyrri er þó spiluð hratt. „Ég held að þetta sé eina auglýsingin í sjónvarpi í dag sem er spiluð hratt," segir Jón Páll. Hann segir auglýsingaherferðina ætlaða til þess að kynna tvær breytingar á tryggingafélaginu.

„Við erum hætt að tryggja kraftmikla smábíla en einnig erum við búin að taka upp sérstakt gjald sem fólk þarf að greiða, ætli það að keyra á kvartmílubrautum eða öðru slíku. Í hvoru tveggja er mikið um tjón og með þessum aðgerðum miðum við að því að geta lækkað iðgjaldið hjá hinum viðskiptavinunum," segir Jón Páll Leifsson, rekstrarstjóri og stórleikari.

-shs


-Er þetta umsögn sem KK æltar að sætta sig við?
« Last Edit: July 18, 2008, 11:29:33 by einarak »
Einar Kristjánsson

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
þekki ekki sðgu brautarinnar vel , eru ekki bara 2 óhöpp á öllum þessum árum

Valur Vífills og EVA I heimsækja Hraunið 1982 og þegar 2 bilar voru í leyfisleysi flugu frama brautin á baka leiðinni
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
tjón hjá herra Vall V kemur  tryggingum  ekkert við bara einka tjón og hitt var tjón þegar krakkar stálust inn á braut sem var lokuð
« Last Edit: July 18, 2008, 12:32:12 by Kristján Skjóldal »
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
en í dag með viðauka og kaskó  :?:
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
ég get td ekki fengið tryggingu á minn bíl nema brunatrygg :evil: en ég er trygður :D
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Ég lenti í þessum manni í fyrra..  Þá ætlaði hann að rukka 50 þús per skipti fyrir viðaukann..

Hann sagðist ætla að leggja þá ákvörðun fyrir stjórn á mánudeginum eftir þessa helgi sem þetta gerðist eftir nokkurra klukkutíma rifrildi við meðal annars mig á föstudeginum.  Eftir það heyrðist ekkert frá honum, þessi bull pæling hans semsagt skítfelld af stjórn fyrirtækisins.  Hann hefur fengið þetta í gegn með lægri upphæð núna en að tala um að Elísabet hafi þurft að borga út svo mikið af tjónum á kvartmílubrautinni er náttúrulega lýgi.  Ég er svona 99,99% viss um að það hafi aldrei gerst í sögu fyritækisins svo ég skil ekki alveg hvað maðurinn er að bulla..

Það væri gaman að sjá útreikninga hans á tapi fyrirtækisins vegna viðaukanna vs tapið ef allir sem tengjast mótorsporti á íslandi hætti að tryggja hjá þeim  :lol:

En þá er það allavega nokkuð hreint.  Elísabet vill frekar spyrnur á götum borgarinar en á lokuðum svæðum.  Gott að hafa svona hluti á hreinu.
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Mér finnst að stjórn KK ætti að fara fram á formlega afsökunarbeiðni og leiðréttingu á þessum ummælum.
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
Mér finnst að stjórn KK ætti að fara fram á formlega afsökunarbeiðni og leiðréttingu á þessum ummælum.


nákvmælega og það var helst það sem ég var að benda á, þessi orð frá manni í svona stöðu hafa gríðarleg áhrif á ímynd klúbbsins og alls motorsports yfir höfuð fyrir augum hins almenna borgara. KK á ekki að leifa svona pappakössum að moka yfir sig í beinni útsendingu. KK VERÐUR að svara þessu!
Einar Kristjánsson

Offline burger

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 467
    • View Profile
menn med svona yfirlýsingar sem vita ekkert i sinn koll nema græða  :mrgreen:

svara þessu KK  =D>
Sigurbergur Eiríksson

rieju smx 2004 BlUe edition :D pro

Quote from: "Leon"
Quote from: "Camaro-Girl"
hian eð tij soli ogher itor l aKShofn
:smt030  :smt024

ahaha :D svona gerist ef maður drekkur og spjallar á netinu :D;)

Offline Einar Birgisson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.422
    • View Profile
Er ekki málið það að tryggingarfélögin eru að sjá að bílar sem kaupa viðauka eru frekar að lenda í tjónum en aðrir ? Hefur ekkert með KK að gera, heldur eru menn með viðaukan að tjóna í almennri umferð.
Einar Þór Birgisson

Drag racers go straight to the finishline. The others guys drive in circles looking for it.

Mín skrif hér eru mínar persónulegu skoðanir. Ég áskil mér rétt til að skipta fyrirvaralaust um skoðun.

Offline Árný Eva

  • In the pit
  • **
  • Posts: 70
    • View Profile
Er ekki málið það að tryggingarfélögin eru að sjá að bílar sem kaupa viðauka eru frekar að lenda í tjónum en aðrir ? Hefur ekkert með KK að gera, heldur eru menn með viðaukan að tjóna í almennri umferð.

en fréttin er bara þannig orðuð að það er eins og það sé mikið um tjón á brautinni
Árný Eva
(konan hans Valla)

BMW 330i touring 14,887 @ 94 mph

Offline Einar Birgisson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.422
    • View Profile
Æsifréttamennska og vitlaust haft eftir sindrómið gæti nú líka komið til greina.
Einar Þór Birgisson

Drag racers go straight to the finishline. The others guys drive in circles looking for it.

Mín skrif hér eru mínar persónulegu skoðanir. Ég áskil mér rétt til að skipta fyrirvaralaust um skoðun.

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Er ekki málið það að tryggingarfélögin eru að sjá að bílar sem kaupa viðauka eru frekar að lenda í tjónum en aðrir ? Hefur ekkert með KK að gera, heldur eru menn með viðaukan að tjóna í almennri umferð.
Svo er annað mál.  Þeir sem eru að fá viðauka hjá Elísabetu til að keyra, eru líklega flestir 17-20 og það er verið að bera þann hóp saman við allllla hina sem tryggja hjá þeim óháð aldri.  Út frá því er nú ekkert skrítið að hlutfall tjóna hjá þeim aðilum sé hærra.   Afi hefur ekki sótt um viðauka hjá Elísabetu sem dæmi en ef hann væri nógu vitlaust til að tryggja hjá Elísabetu væri hann í hópi tjónlausra viðskiptavina sem ekki hefur sótt um viðauka.  Veit ekki hvort ég er að koma þessu rétt frá mér en já..  Kjánalegt að bera saman ökumenn sem eru nýkomnir með próf við alla hina óháð aldri.  Það er væntanlega samanburðurinn sem hann vísar í..

Bara kjánalegt en það er þeirra mál.

Svo nú er um að gera fyrir alla sem tryggja hjá þeim að skipta um tryggingarfélag.  Þá þarf reyndar að bíða þar til þetta tímabil er búið og það gætu verið 11 mánuðir t.d. fyrir marga svo það er til önnur leið.
Selja konunni, mömmu eða einhverjum bílinn og kaupa aftur 5 mín seinna..  Kostar 2.500 að hafa eigandaskipti minnir mig..  Svo þetta bras 2 x 2.500 kall og ferð í umferðarstofu er ódýrara en einn viðauki og örugglega hægt að fá betri og ódýrari tryggingar annarsstaðar hvort eð er  :lol:

Það er það sem ég myndi gera allavega :)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline RagnarH.

  • In the pit
  • **
  • Posts: 68
    • View Profile
Að tryggja bílinn minn + kaskó var um 9þúsund og 900 krónur á mánuði hjá Elísabet.

um 3500 krónu lægra á mánuði hjá VÍS.

Elísabet er skítacompany.
Pontiac Firebird '95 5,7l V8 
BMW 750 V12 '88

Ragnar Heiðar Sigtryggsson

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Er ekki almennt ökutæki ótryggt á kvartmílubrautinni, telst þetta ekki "utanvegar"? Sendi mail á elísabetu, gaman að sjá hvort þeir standi við þessi orð, spurði bara hvort þetta væri virkilega það sem þeir meintu.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Á live2cruize er svar frá elísabetu til live2cruize og þar stingur mest finnst mér fullyrðing um að bótaskylda tryggingafélaga sé nánast engin á t.d kvartmílubrautinni.Þrátt fyrir þetta vilja þeir rukka 15þús fyrir viðaukann.En verst finnst mér að við séum í hættu að fá ekki bætur hljótist tjón af.
Hér eru svörin:

Sökum umræðu um tryggingafélagið Elísabetu og breytingar sem það er að gera varðandi kraftmikla smábíla ákvað ég að leyfa rekstrarstjóra Elísabetar, Jóni Páli Leifssyni, að svara spurningum til Live2Cruize meðlima. Hér er viðtalið við Jón Pál.

Jón Páll skrifar:
Fyrst af öllu vil ég að það komi fram að ég er mjög þakklátur fyrir að fá tækifæri til að taka þátt í þessari umræðu og fá að útskýra hvað býr að baki þessum aðgerðum. Þetta finnst mér mjög virðingarvert hjá live2cruize.com.

Góðar og málefnalegar spurningar hjá þér Viktor!!!

1) Kraftmiklir smábílar? Hvað flokkast undir það?
Svar:
Skilgreining okkar á kraftmiklum bílum byggist á þyngd bíls og hestöflum. Þegar hestöfl deilt með þyngd er meira en 0,15 telst hann vera kraftmikill bíll í okkar skilningi.
Dæmi 1: 275hö/1575kg = 0,175.
Dæmi 2: 164hö/1388kg = 0,118.
Dæmi 2 myndi komast í gegn, en ekki dæmi 1.

Þetta hlutfall 0,15 er það sem við byrjum á að notast við og munum við endurskoða það í ljósi reynslunnar. Þetta er sannarlega tilraunaverkefni þar sem þetta hefur ekki verið reynt áður.


2) Nú hafið þið sagt að kraftmiklir smábílar lendi í fleiri tjónum en aðrir bílar. Hvað berið þið fyrir ykkur í þeim efnum?
Svar:
Við byggjum þessa aðgerð á upplýsingum úr tjónshlutföllum ólíkra bíltegunda. Tjónshlutfall er iðgjöld v.s. greidd tjón (þ.e. upphæðin sem borguð er fyrir trygginguna í samanburði við þau tjón sem greiða þarf). Það koma fram greinilegur munur á tjónshlutfalli eftir tegundum bíla, og ekki bara aðaltegund heldur ekki síst “undirtegund”.
Sumar tegundir voru með allt að 260% tjónshlutfall. Það þýðir að fyrir hvern 1000 greiddan í iðgjöld þarf að greiða 2600 kr í tjón að meðaltali. Það er dálítið erfitt að reka nokkra starfsemi á slíkum hlutföllum.
Hér verður að hafa eitt i huga að allir bílar, á sömu tryggingu, greiða sama iðgjald hjá Elísabetu.
Því var tvennt í stöðunni: a) að hækka iðgjöldin á alla bíla, (líka þá sem eru með tjónshlutfall undir 100%) eða b) að sleppa því að tryggja þá bíla sem valda því að hækka þurfi iðgjaldið.
Við erum að prófa að fara leið b og sjá hverju það skilar.
Það eina sem við höfum til að ákvarða verð er tölfræðin og hún getur verið ansi köld á köflum og er ekki hagstæð kraftmiklu bílunum í þessu samhengi.



Ertu með einhverjar tölur yfir það að tryggingatjón á
kvartmílubrautinni og samskonar brautum séu að hækka kostnað ykkar?
Svar:
Við skoðuðum ekki sérstaklega kvartmílubrautina því það er veitt sama leyfið til að æfa og keppa á kraftmílubraut, brautinni í Kapelluhrauni, götuspyrnu, drift, burn-out og öllum skipulögðum keppnum þar sem keppt er á eigin bíl. Athugið líka að þetta á ekki við þegar keppt er á sérútbúnum kvartmílubílum eða rallý-bílum, þetta á bara við um þegar fólk fer á sínum venjulega fólksbíl á bláum númerum.
Þegar skoðuð voru tjón þeirra sem höfðu fengið umrædd leyfi kom í ljós að þeir sem fengu þessi leyfi voru a.m.k. 3,5 sinnum líklegri til að valda tjóni en þeir sem ekki fóru á þessar brautir.
Erlendar rannsóknir sem byggja á mun fleiri dæmum en við höfum, sýna líka fram á greinilegan mun í tjónatíðni á milli þeirra sem fara á þessar brautir og þeirra sem ekki gera það. Það undarlega er að í þeim rannsóknum er meira að segja leiðbeinandi með ökumanninum en ekki bara tímataka, þannig að áhrifin af þess háttar brautarakstri ættu í raun að vera tillækkunar tjónatíðni en eru samt til hækkunar.


Eru þeir bílar sem eru nú þegar skráðir hjá Elísabetu ennþá velkomnir hjá henni?
Svar:
Þessar breytingar miðast við nýjar tryggingaumsóknir, við munum ekki segja upp tryggingum þeirra bíla sem nú þegar eru í viðskiptum hjá okkur jafnvel þó hlutfall þyngdar og hestafla fari yfir 0,15.


Hvað með bíla sem eru sérbreyttir og eru í raun kraftmeiri en þegar þeir stigu út úr verksmiðjunni?
Svar:
Eins og er þá getum við ekki fylgst með því hvort búið sé að eiga við bílana ef sú breyting er ekki skráningaskyld hjá Umferðastofu. Þær upplýsingar sem við styðjumst við eru þær upplýsingar sem fást í ökutækjaskrá Umferðastofu.



Eruð þið í raun að reyna að bola út þeim viðskiptavinum sem eru að stunda þessar brautir með þessum gjöldum á tryggingaviðauka?
Svar:
Við allar breytingar sem gerðar eru á vöru ( eða verði, aðgengi eða þjónustu) verða til þess að varan hentar núverandi og framtíðarviðskiptavinum misvel og munu aldrei falla að þörfum allra. Við bolum engum úr viðskiptum. Með þessari verðlagningu (lægra iðgjald en rukkað fyrir þátttöku í keppni eða æfingum) erum við þó að höfða sterkar til þeirra sem ekki fara á brautirnar eða í keppnirnar en þeirra sem fara á þær. Sem rekstrarstjóri Elísabetar hef ég mjög góðan skilning á því að fólk leitar þangað sem það fær hagstæðustu kjörin.



Hverju svarar þú þegar fólk segir að þið séuð í raun að ýta undir kappakstur á götum Íslands frekar en inn á lokuðum svæðum?
Svar:
Þetta er mjög góður punktur, kjarni málsins. Ég hef heyrt þau rök að fólk fái útrás fyrir hraðakstursþörfina á brautunum keyri því betur þegar það kemur aftur út í umferðina. Og ég vil bæta því við að bótaskyld tjón á brautinni sjálfri eru nánast engin.
Það eru sterk tengsl milli hraðaksturs og þess að valda mörgum og alvarlegum tjónum.
Og get ekki lesið það út frá upplýsingum um tíðni tjóna þeirra sem fara á þessar brautir samanborið við hina sem ekki fara á þær, að brautirnar séu að gera þá að betri ökumönnum og að valda færri tjónum. Þau gögn sem ég hef og erlendar rannsóknir benda jafnvel til þess að hraðinn á keppnisbrautunum smitist út í umferðina, en sé ekki að minnka hraðann í umferðinni.

Mun TM taka í sama streng og Elísabet og hætta að tryggja kraftmikla bíla?
Svar:
Ég get því miður ekki svarað fyrir TM.

Hvert á að leita ef fólk hefur fleiri spurningar varðandi Elísabetu?
Svar:
Senda á jonpall@elisabet.is.
Ég vona að þetta varpi ljósi á okkar afstöðu í þessu máli.
Takk fyrir að leyfa okkar rökum að vera með í umræðunni.


« Last Edit: July 22, 2008, 00:13:22 by Trans Am »
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Einar Birgisson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.422
    • View Profile
"Þegar skoðuð voru tjón þeirra sem höfðu fengið umrædd leyfi kom í ljós að þeir sem fengu þessi leyfi voru a.m.k. 3,5 sinnum líklegri til að valda tjóni en þeir sem ekki fóru á þessar brautir"

Hvað sagði ég ekki ....
Einar Þór Birgisson

Drag racers go straight to the finishline. The others guys drive in circles looking for it.

Mín skrif hér eru mínar persónulegu skoðanir. Ég áskil mér rétt til að skipta fyrirvaralaust um skoðun.

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Það er mjög sorglegt að heyra að svo sé.
Eina sem að mar setur doldið spurningarmerki við er hversu stórt úrtak þetta sé hjá þeim, sem sagt hversu margir það séu sem að fengu tryggingarviðauka.

Engu að síður þá er fréttatilkynningin alveg út í hött og hljómar á allt annann hátt en útskýringarnar sem að l2c fengu
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Og ég vil bæta því við að bótaskyld tjón á brautinni sjálfri eru nánast engin.
ÞESSI FULLYRÐINER EKKI Á RÖKUM REIST :!:
Samkvæmt dómum og tryggingalögum ert þú slysatryggður á tryggðu ökutæki :!: :!: ég get ekki betur séð en að maðurinn hafi takmarkað kynnt sér þau lög sem um þessi mál gilda né dóma :shock:

Svo í þokkabót þá hefur fallið dómur þess efnis að TM var bótaskylt þrátt fyrir að viðauki hafi ekki verið fyrir hendi þegar slys varð í mororcross keppni.



Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.