Er ekki málið það að tryggingarfélögin eru að sjá að bílar sem kaupa viðauka eru frekar að lenda í tjónum en aðrir ? Hefur ekkert með KK að gera, heldur eru menn með viðaukan að tjóna í almennri umferð.
Svo er annað mál. Þeir sem eru að fá viðauka hjá Elísabetu til að keyra, eru líklega flestir 17-20 og það er verið að bera þann hóp saman við allllla hina sem tryggja hjá þeim óháð aldri. Út frá því er nú ekkert skrítið að hlutfall tjóna hjá þeim aðilum sé hærra. Afi hefur ekki sótt um viðauka hjá Elísabetu sem dæmi en ef hann væri nógu vitlaust til að tryggja hjá Elísabetu væri hann í hópi tjónlausra viðskiptavina sem ekki hefur sótt um viðauka. Veit ekki hvort ég er að koma þessu rétt frá mér en já.. Kjánalegt að bera saman ökumenn sem eru nýkomnir með próf við alla hina óháð aldri. Það er væntanlega samanburðurinn sem hann vísar í..
Bara kjánalegt en það er þeirra mál.
Svo nú er um að gera fyrir alla sem tryggja hjá þeim að skipta um tryggingarfélag. Þá þarf reyndar að bíða þar til þetta tímabil er búið og það gætu verið 11 mánuðir t.d. fyrir marga svo það er til önnur leið.
Selja konunni, mömmu eða einhverjum bílinn og kaupa aftur 5 mín seinna.. Kostar 2.500 að hafa eigandaskipti minnir mig.. Svo þetta bras 2 x 2.500 kall og ferð í umferðarstofu er ódýrara en einn viðauki og örugglega hægt að fá betri og ódýrari tryggingar annarsstaðar hvort eð er
Það er það sem ég myndi gera allavega