Yfirleitt er það nú svo að Chevy kallarnir hrauna yfir Ford, ég vill meina að það sé af öfundýskinni einni saman.
Margir sem bauna á Ford hafa aldrei átt slíkan bíl, þeir segja bara að Ford sé rusl því gæinn í næsta húsi segir það.
Annars er það rétt hjá þér, bíll er bíll, sumir eru betri en aðrir og hinir verri. Þetta bilar allt, sama hvort það sé Ford, GM, eða Mopar. Evrópu Fordinn í dag finnst mér vera hreint rusl og ætli það sé ekki sama upp á teninginn með Evrópubílana frá GM (Deawoo) án þess að ég þekki það nokkuð.
Persónulega er ég mun meira hrifnari af því sem kemur frá GM heldur en Ford. F Pickuparnir frá Ford eru vinnuhestar og tæki ég svoleiðis fram yfir 1500/2500/3500 Silverado-in. En fallegasti bíllinn er án efa 1967-1970 Mustanginn þó svo að aksturseiginleikarnir séu ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ef ég ætti ekki Mustangin í dag ætti ég líklegast ´67-´69 Camaro, ´65-´70 Tempest/GTO/LeMans, ´70-´74 Challenger/Barracuda. ´70-´73 Firebird/Trans Am eða þvíumlíkt. T.d ef valið í dag myndir standa á milli 2008 Shelby GT-500 eða 2007 Z06 Corvette þá myndi ég margfalt frekar taka Vettuna.