Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Merkilegar myndir #8
Sævar Pétursson:
Ingvar ertu alveg viss um að bíllinn á efstu myndinni gamli minn. Hvenær er sú mynd tekin. Ég sé ekki nöfnin okkar á eigendaferlinum. Ég keypti hann ´76 og seldi Magga hann ´79 eða ´80. Á fyrstu myndunum þar sem hann er orðinn svartur vantar á hann húddskópið sem ég tók af mach-1 sem við rifum. Mér finnst ég frekar kannast við gripinn þarsem hann stendur í Borgarfirði á leiðinni til forfeðranna, t.d. vantar lokið með XR-7 merkinu yfir skottlæsinguna. Það væri gaman að sjá eigendaferilinn á kvikindinu. Maður lagði nú ekki neina smá vinnu í bæði boddý og kram á þessum bíl. Glimmer nei takk ekki aftur.
Kv
Sævar P.
Sigtryggur:
Sævar og Ingvar!
Þetta er ekki gamli bíllinn ykkar.Eggert Kristjáns átti þennan í mörg ár og svo Sigurjón Ólafs kunningi minn,hann reif svo bílinn :(
Sævar Pétursson:
Takk Sigtryggur.
Mér fannst þetta ekki geta passað. með fyrri myndirnar. Hinar seinni vöktu upp gamlar minningar, eins og 600 klst boddý og sprautuvinna.
Kveðja
Sævar P.
TONI:
Gerði Sigurjón ekki upp 1970 árgerð af svona bíl, gylltan með svartan viniltopp sem Daggi (Juddi) eignaðist síðar?
Ingvar Gissurar:
--- Quote from: "Sævar Pétursson" ---Takk Sigtryggur.
Mér fannst þetta ekki geta passað. með fyrri myndirnar. Hinar seinni vöktu upp gamlar minningar, eins og 600 klst boddý og sprautuvinna.
Kveðja
Sævar P.
--- End quote ---
Já þetta passar. Sé það þegar ég skoða myndirnar betur.
Var reyndar búinn að átta mig á þessu á myndum 2 og 3 (Aðrar felgur og vantar skópið) en hélt að fyrsta myndin væri af honum.
En það er hálf sorglegt að sjá ástandið á greyinu á hinum myndunum. :cry:
Ég held að þetta sé eini bíllinn sem ég hef séð eftir.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version