Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Merkilegar myndir #8

<< < (7/7)

Jón Guðmundsson:
Sæll Hilmar, ég flutti af Skaganum 1985 en bíllinn var reyndar til sölu uppi á Skaga síðsumars 1988, nýlakkaður og nýskoðaður.
Það var enginn tilbúinn að grafa nógu djúpt í seðlaveskið þá, sem betur fer, þannig að ég hef aldrei þurft að sjá á eftir bílnum.
Annars var annað andsk. gott eintak, líklega af 67 árgerðinni, uppi á Skaga í gamla daga og líklega fram undir 1988.
Sá var grænsanseraður á teinafelgum (eða koppum), það var orginal gullmoli sem aðeins hafði verið brúkaður á sunnudögum.

sporti:
 Jón þú áttir heima á vesturgötunni, fyrir ofan Hilmar, sá svarti var flottur og verður vonandi áfram flottur =D>

HK RACING2:

--- Quote from: sporti on September 20, 2009, 15:30:26 --- Jón þú áttir heima á vesturgötunni, fyrir ofan Hilmar, sá svarti var flottur og verður vonandi áfram flottur =D>

--- End quote ---
Alveg rétt vesturgata var það,ég rugla þessu alltaf saman......
Það er enn fast í hausnum á mér þegar það var verið að olíu bera hann inní bílskúr og var sagt að hann væri á leið í geymslu útí sveit,hann var allavega helvíti fallegur í minningunni en það er kannski ekki mikið að marka þar sem það eru 20 ár síðan og ég eingöngu 10 ára þá :D
Mig rámar samt að 2 svona bílar hafi verið að þvælast í kringum Pabba á þessum tíma,annar svartur og mig minnir að hinn hafi verið grænn,gott ef Gauti átti ekki annan þeirra sem bjó þarna rétt hjá,þann svarta átti kærasti frænku minnar ef ég man rétt.....hvaða árgerð þeir voru get ég samt ekki munað fyrir mitt litla líf.....

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version