Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Merkilegar myndir #8
TONI:
Heyrðirðu nokkuð hvað eigandinn ættlar sér að gera með bílinn, er þetta ekki eitthvað sem einhver þarf að bjarga frá glötun?
Moli:
Veit til þess að fleiri en einn séu búnir að reyna að eignast hann en ekkert gengið.
Sá sem á hann býr víst á Akranesi, en ég þekki ekki eigandann né veit hvað hann heitir.
Ingvar Gissurar:
Toppeintök af ´68 XR7 eru að seljast á í kringum $ 15000 westur í USA þannig að það er varla nokkur glóra að vera að tjasla upp á þetta grey.
Sem dæmi að þá seldist á Ebay í vor orginal XR7 390GT á slétt $15000
Bíll sem var algerlega orginal og sem nýr að utan sem innan.
Moli:
Toni ef þú ert fljótur þá er þetta ágætis efniviður --> HÉRNA 8)
HK RACING2:
--- Quote from: "Moli" ---
--- Quote from: "74 trans am" ---Sælir,
Er þessi ekki gamli glimmerin hans Ingvar Giss ? ha?
--- End quote ---
--- Quote from: "Ingvar Gissurarson" ---Jú það passar. þetta er gamli minn. Er núna svartur og orðinn frekar dapur eftir áralanga vist úti á túni í Brgarfirði.
´68 XR7 upprunalega með 302, en þegar ég átti hann var 351w og FMX í honum og virkaði bara merkilega vel.
--- End quote ---
Tók þessar myndir af honum 2006.
--- End quote ---
Getur ekki verið að þessi bíll hafi verið uppá skaga?
Man eftir einum þar sem einn olíu og koppafeiti bar svona bíl þar og var á leiðinni með hann í einhverja skemmu í geymslu sennilega ein 20 ár síðan.
Ég kom að honum þar sem hann var með skúrinn opinn og var að gera hann kláran.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version