Author Topic: Götuspyrna Ak 08  (Read 21567 times)

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: Götuspyrna Ak 08
« Reply #60 on: May 30, 2008, 22:55:02 »



Heill og sæll ”Kvasir” og takk fyrir jákvæða gagnrýni.

Það er rétt hjá þér að allt þetta starf er unnið í sjálfboðavinnu við þessa viðburði og gert áhugans vegna, jafnt fyrir keppendur sem áhorfendur enn sem komið er. Þetta mun þó vissulega breytast að einhverju leyti með tilkomu akstursíþróttasvæðis Bílaklúbbsins og vona ég að menn fagni því, enda mun aðstaða okkar batna til muna með því og loks verða akstursíþróttamönnum sæmandi. Í þessu tilviki má nefna til að vekja til umhugsunar hvað þarf marga iðkendur til að sparka í bolta til að fá yfir yfirbyggðan knattspyrnuvöll með gervigrasi svo menn geti sparkað LÍKA á veturna!

Við eigum hinsvegar við það óvenjulega vandamál að stríða, sér í lagi þar sem við erum í keppnishaldi í mótorsporti, að svæðið sem við höfum til umráða við götuspyrnuna er að springa utan af okkur vegna þess að það eru að koma of margir áhorfendur og var sú stað uppi í fyrra að það þurfti að hætta að selja inn rétt er keppni var að byrja þar sem biðröð náði langt út á Glerárgötu og umferð var orðinn stopp þar sökum ágangs!!

Ég skal hinsvegar fara yfir athugasemdir þínar hér eftir númerum og reyna að svara því eftir bestu getu.

Keppnin í fyrra var keyrð með 78 keppendum og við búum ekki við þann lúxus að hafa tilbaka braut.
Keppni hófst samkvæmt dagskrá kl. 17.00.- og henni var lokið um hálfníu, við erum því að tala um þrjá og hálfan tíma – sem mér persónulega finnst ekki mikið, þetta ætti helst að taka allann daginn enda Bíladagar bara einu sinni á ári.

Ég get þó upplýst þig um það að fyrir utan tilbaka brautina þá vorum við enn það sveitó í fyrra að það er öllu raðað upp hjá okkur handvirkt, en hefur ekki komið að sök hingað til þar sem það þarf að ferja bíla úr pitti og koma þeim að rásmarki. Í ár höfum við látið búa til veg bak við Olís svo hægt sé að komast hjá þessum töfum og keypt nýjan tölvubúnað fyrir ljósin okkar svo allt raðist upp sjálkrafa. Þetta ætti að koma í veg fyrir ”dauðar stundir” eins og sumir sjá, þó ég sé á því að það sé alltaf viss sjarmi yfir því að sjá alla keppendur aka í halarófu upp brautina og gera sig klára fyrir næsta run. Þetta er svona sjáanlegur munur á því að við séum að keppa á umferðargötu en ekki á þar til gerði og hönnuðu akstursíþróttasvæði. Tímatökurnar sjálfar eru keyrðar fyrir auglýstan tíma spyrnunnar og milli þeirra og keppni er eðlilega hlé, sem verður þó styttra í sumar sökum nýs tæknibúnaðar.

Það er allskostar rangt hjá þér að fólk komi eingöngu á götuspyrnu til að sjá tryllitæki sem það sér ekki á hverjum degi. Til þess mæta menn á sandspyrnu eða kvartmílukeppni og jafnvel torfærukeppni – allt eftir áhugasviði.

Götuspyrna er hugsuð einungis fyrir ökutæki sem eru í daglegu brúki, eða hæf til þess. Því er trukkaflokkurinn algjör nauðsyn – enda ekkert smá magn af þeim á götunum í dag. Það sama má segja um fjórhjólaflokk í sandspyrnu, ég er ekki að segja að ég sé að deyja úr spenningi þegar þeir rúlla brautina – þetta fer bara eftir framboði og eftirspurn eins og allstaðar annarsstaðar.

Varðandi áhorfenda svæði þá erum við eins og ráð gera fyrir með ”götuspyrnu” og þar af leiðandi ekki á þeim örugga stað sem við myndum vilja halda svona keppni á, það er ástæðan fyrir því að áhorfendum er ekki hleypt niður eftir allri brautinni – þó við vissulega vildum svo allir sæju sem best. Við þurfum að uppfylla ströng skilyrði til að fá leyfi til að halda þetta þarna og fáum yfirvöld ávallt til að fara yfir þau áður en við hefjum keppni.

Það er búið að skoða ýmsa möguleika með upphækkanir fyrir áhorfendur þar sem ekki er hægt að leigja stúkur í þetta hér á landi enn sem komið er. Vörubrettinn hafa alltof mikla slysahættu en lausnin sem Vinnueftirlit Ríkisins er nú búið að samþykkja fyrir árið í ár eru gámafleti - sem við komum til með að raða upp á þeim stað sem áhorfendur hafa verið á sunnan við brautina. Þau verða sett í alla vega þremur hæðum og þannig frá þeim gengið að enginn geti dottið niður, nema með ásetningi. Það verður vonandi til þess að flestallir sjái það sem þeir komu til að sjá og borguðu fyrir.

Enn og aftur vill ég samt þakka þér fyrir áðurgreindar athugasemdir, við viljum hafa þetta sem skemmtilegast fyrir alla – annars værum við ekki að standa í þessu brasi 8-)

Vona að þú skemmtir þér vel á Bíladögum 2008

Bestu kveðjur!

Björgvin

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Re: Götuspyrna Ak 08
« Reply #61 on: May 30, 2008, 23:54:44 »
Ég vil bara þakka góð svör :)

Og einnig vil ég benda á eins og aðrir hér að hér skrifi menn undir nafni.  Erfitt að taka menn alvarlega sem ekki skrifa undir nafni.
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Kvasir

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 6
    • View Profile
Re: Götuspyrna Ak 08
« Reply #62 on: May 31, 2008, 11:54:47 »
Ég þakka greinagóð svör Björgvin.

Það er mér hulin ráðgáta afhverju menn nenna að eyða púðri og tíma í að gagnrýna það að ég skrifi ekki undir mínu rétta nafni. Í fyrsta lagi, þá ættuð þið ekkert að bjóða uppá þann möguleika að maður geti skráð sig hérna, nafnlaust, ef það er svo alger dauðadómur að gera slíkt. Ég get engan veginn fengið skilið afhverju þið þykist ekki geta tekið mann alvarlega ef hann skrifar ekki undir nafni. Leit þessi póstur hjá mér út eins og grín ? Það sem skiptir máli í þessu öllu, er málefnanleg umræða, ekki hver ég er !
  Að koma með svör á borð við : " það er voðalega erfitt að taka mann alvarlega sem skrifar ekki undir nafni", er í besta falli hlægilegt. Menn verða bara að eiga það við sjálfan sig, ef þeir líta á kommentið sem eitthvert grín, bara af því að þeir vita ekki nafn þess sem skrifaði það. Ég hefði haldið að það væri innihaldið sem skipti máli, en ekki umbúðirnar.

Ég kom hérna með mitt sjónarhorn á málinu, og hélt að flestir myndu taka því fagnandi að fá rökstuddar ábendingar um hluti sem betur mættu fara. Ég fékk greinagóð svör frá Björgvin, og ábendingu um að fara með konuna í Olís og troða pylsu í smettið á henni frá öðrum. Hvern ber nú að taka alvarlega í þessari umræðu?

---

Ég veit að auglýstur tími í fyrra var kl 17:00 og keppninni var lokið um níu leytið og telst það líklega ekki langur tími. En ef þú ætlaðir að eiga einhverja von um að sjá eitthvað af keppninni, þá þurftirðu að vera mættur um kl 14:00, ef mig mis-minnir ekki. Til að eiga einhverja möguleika á því að sjá eitthvað, þurfti að mæta áður en tímatakan hófst.

Ég skal vel viðurkenna að þetta með trukkaflokkinn, er bara persónulegt mat mitt, og eflaust hafa aðrir einhverja allt aðra skoðun á málinu...þó það nú væri. Að sjálfsögðu er ég ekki að ætlast til þess að menn fara í einu og öllu eftir mínum persónulegu tuttlungum, en ég var kanski meira að reyna að benda á, að það væru kanski helst til margir flokkar orðnir, og það þyrfti kanski að skera niður einhversstaðar. Þá tel ég t.d trukkaflokkinn minnst áhugaverðan.

Varðandi áhorfendur og annað, þá er ég ekki að kaupa þau svör, að þetta sé götuspyrna, og aðstaðan sé eftir því. Það fáist leyfi til að gera þetta svona með mjög svo ströngum skilyrðum og allt það sem margir ágætir menn hafa bent mér á.
  það er nefnilega akkúrat mergur málsins!! Það er ekki áhorfendaaðstaða á svæðinu, og þetta ER EINMITT úti á miðri götu. Það er einmitt akkúrat,fjandakornið, það sem við erum sammála um!! , en á öðrum forsendum þó. Þar sem aðstaðan er akkúrat svona, þá ættuð þið að taka tillit til þess í alla staði. Það er t.d ekki hægt að selja endalaust inná þessa keppni af þessum sökum. Það er ekki hægt að rukka háa upphæð þegar aðstaðan er ekki boðlegri en þetta. Ég veit vel að menn eru að reyna að gera vel, og í flestum atriðum, eru menn að gera það. En ég skal bara alveg viðurkenna, að ég varð sjóð-band-bullandi brjálaður í fyrra, eftir að hafa borgað það sem mér fanst, talsverða upphæð fyrir fjölskylduna og vinafólk mitt, og svo sáum við ekki rassgat. Það skal tekið fram, að við komum samt MJÖG tímanlega á staðinn.
  Ég bendi líka á, að ég borgaði inn í fyrra, og beið og beið á meðan tímatakan fór fram, og stuttu eftir að keppnin byrjaði, þá labbaði fólk bara frítt inn og tróð sér framfyrir í þokkabót. Ég sá ekki alveg afhverju ég hefði verið að borga mig inná þetta, þegar aðrir löbbuðu bara í gegn og sáu það sama.

Þetta með brettin var svo sem bara hugmynd, og auðvitað hægt að fara hvaða leið sem er í þessu. Tók þetta bara sem dæmi, því svona bretti er hægt að fá lánuð í massavís og skila þeim bara að notkun lokinni. Það tekur ekki nema hálftíma fyrir tvo menn að slá upp handriðum á þetta svo slysahættan sé lítil sem engin, enda þarf þetta ekki að ná hátt uppí loftið.

En ég fagna þeim svörum sem Björgvin kom með hérna að ofan, og efast ekki um, að það takist betur til í ár.

Bíladagar eru skemmtileg uppákoma, sem skilur mikið eftir sig í bænum. Að sjálfsögðu á það að vera metnaður allra, að gera alltaf betur og betur. Betur í ár, en árið á undan.

Þakka fyrir mig, Kvasir.

Offline villijonss

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 264
    • View Profile
Re: Götuspyrna Ak 08
« Reply #63 on: May 31, 2008, 13:33:16 »
Ég vill meina að menn eru að sækjast eftir því að þú nafngreinir þig sem og allir aðrir, sökum þess að menn vilja vita við hvern þeir eru að tala , Svo líka eftir að þessi regla um að menn skrifuðu undir nafni þá minnkaði sóðakjaftur og annar dónaskapur um helling.

Og þar sem ég HEf verið bæði áhorfandi ,keppandi sem og starfsmaður á þessum viðburði þá veit ég að B.A gerir þetta sko ekki með lafandi hendi.

(tek fram að þetta er mín skoðun)  Svo eins og með alla aðra útiviðburði í þessum heimi þá hvort sem það er 40 000 manna tónleikar eða götuspyrna eða hvað sem það er . þá er það hverss og eins að fá redda sér góðu view i  og hvað hann dvelur lengi á viðburðinum, fer algjörlega eftir áhuga. Ef þú vilt ekki sjá neitt nema "tryllitækin"  spyrna  komdu þá bara aðeins seinna því að þá eru bara true fans eftir og plassið fínt

Annars finnst mér að betri svör getiru ekki fengið en þau sem Björgvin hefur gefi þér. 

ford er málið !!
Vilhjálmur Jónsson
Real Race cars have paddle tires

Offline Steini

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 262
    • View Profile
Re: Götuspyrna Ak 08
« Reply #64 on: June 05, 2008, 23:25:48 »
Getur einhver sagt mér hvort mótorhjól verða leyfð í götuspyrnunni. Ég hringdi í B.A á föstudaginn var, og þá var þetta ekki komið á hreint. [-o<

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: Götuspyrna Ak 08
« Reply #65 on: June 06, 2008, 00:33:45 »
Getur einhver sagt mér hvort mótorhjól verða leyfð í götuspyrnunni. Ég hringdi í B.A á föstudaginn var, og þá var þetta ekki komið á hreint. [-o<


Sæll vertu, mótorhjólin verða ekki keyrð með í ár.

Samkvæmt áætlun vegagerðarinnar, sem sér um viðhald á Tryggvabrautinni, er ekki hægt að lofa því að það verði búið að malbika götuna fyrir Bíladaga í ár og því var ekki hægt að koma mótorhjólum með inn á umsókn um keppnisleyfi :???:

kv
Björgvin
« Last Edit: June 10, 2008, 10:47:09 by Björgvin Ólafsson »