Ég þakka greinagóð svör Björgvin.
Það er mér hulin ráðgáta afhverju menn nenna að eyða púðri og tíma í að gagnrýna það að ég skrifi ekki undir mínu rétta nafni. Í fyrsta lagi, þá ættuð þið ekkert að bjóða uppá þann möguleika að maður geti skráð sig hérna, nafnlaust, ef það er svo alger dauðadómur að gera slíkt. Ég get engan veginn fengið skilið afhverju þið þykist ekki geta tekið mann alvarlega ef hann skrifar ekki undir nafni. Leit þessi póstur hjá mér út eins og grín ? Það sem skiptir máli í þessu öllu, er málefnanleg umræða, ekki hver ég er !
Að koma með svör á borð við : " það er voðalega erfitt að taka mann alvarlega sem skrifar ekki undir nafni", er í besta falli hlægilegt. Menn verða bara að eiga það við sjálfan sig, ef þeir líta á kommentið sem eitthvert grín, bara af því að þeir vita ekki nafn þess sem skrifaði það. Ég hefði haldið að það væri innihaldið sem skipti máli, en ekki umbúðirnar.
Ég kom hérna með mitt sjónarhorn á málinu, og hélt að flestir myndu taka því fagnandi að fá rökstuddar ábendingar um hluti sem betur mættu fara. Ég fékk greinagóð svör frá Björgvin, og ábendingu um að fara með konuna í Olís og troða pylsu í smettið á henni frá öðrum. Hvern ber nú að taka alvarlega í þessari umræðu?
---
Ég veit að auglýstur tími í fyrra var kl 17:00 og keppninni var lokið um níu leytið og telst það líklega ekki langur tími. En ef þú ætlaðir að eiga einhverja von um að sjá eitthvað af keppninni, þá þurftirðu að vera mættur um kl 14:00, ef mig mis-minnir ekki. Til að eiga einhverja möguleika á því að sjá eitthvað, þurfti að mæta áður en tímatakan hófst.
Ég skal vel viðurkenna að þetta með trukkaflokkinn, er bara persónulegt mat mitt, og eflaust hafa aðrir einhverja allt aðra skoðun á málinu...þó það nú væri. Að sjálfsögðu er ég ekki að ætlast til þess að menn fara í einu og öllu eftir mínum persónulegu tuttlungum, en ég var kanski meira að reyna að benda á, að það væru kanski helst til margir flokkar orðnir, og það þyrfti kanski að skera niður einhversstaðar. Þá tel ég t.d trukkaflokkinn minnst áhugaverðan.
Varðandi áhorfendur og annað, þá er ég ekki að kaupa þau svör, að þetta sé götuspyrna, og aðstaðan sé eftir því. Það fáist leyfi til að gera þetta svona með mjög svo ströngum skilyrðum og allt það sem margir ágætir menn hafa bent mér á.
það er nefnilega akkúrat mergur málsins!! Það er ekki áhorfendaaðstaða á svæðinu, og þetta ER EINMITT úti á miðri götu. Það er einmitt akkúrat,fjandakornið, það sem við erum sammála um!! , en á öðrum forsendum þó. Þar sem aðstaðan er akkúrat svona, þá ættuð þið að taka tillit til þess í alla staði. Það er t.d ekki hægt að selja endalaust inná þessa keppni af þessum sökum. Það er ekki hægt að rukka háa upphæð þegar aðstaðan er ekki boðlegri en þetta. Ég veit vel að menn eru að reyna að gera vel, og í flestum atriðum, eru menn að gera það. En ég skal bara alveg viðurkenna, að ég varð sjóð-band-bullandi brjálaður í fyrra, eftir að hafa borgað það sem mér fanst, talsverða upphæð fyrir fjölskylduna og vinafólk mitt, og svo sáum við ekki rassgat. Það skal tekið fram, að við komum samt MJÖG tímanlega á staðinn.
Ég bendi líka á, að ég borgaði inn í fyrra, og beið og beið á meðan tímatakan fór fram, og stuttu eftir að keppnin byrjaði, þá labbaði fólk bara frítt inn og tróð sér framfyrir í þokkabót. Ég sá ekki alveg afhverju ég hefði verið að borga mig inná þetta, þegar aðrir löbbuðu bara í gegn og sáu það sama.
Þetta með brettin var svo sem bara hugmynd, og auðvitað hægt að fara hvaða leið sem er í þessu. Tók þetta bara sem dæmi, því svona bretti er hægt að fá lánuð í massavís og skila þeim bara að notkun lokinni. Það tekur ekki nema hálftíma fyrir tvo menn að slá upp handriðum á þetta svo slysahættan sé lítil sem engin, enda þarf þetta ekki að ná hátt uppí loftið.
En ég fagna þeim svörum sem Björgvin kom með hérna að ofan, og efast ekki um, að það takist betur til í ár.
Bíladagar eru skemmtileg uppákoma, sem skilur mikið eftir sig í bænum. Að sjálfsögðu á það að vera metnaður allra, að gera alltaf betur og betur. Betur í ár, en árið á undan.
Þakka fyrir mig, Kvasir.