Nú veit ég ekkert hvort þetta er í réttum þræði, en ég vona að spjallstjórar annað hvort sjái í gegnum fingur sér, eða færi þetta á viðeigandi stað.
Ég geri ráðfyrir að keppnishaldarar viji fá ábendingar frá ýmsum sjónarhornum, og vil því koma á framfæri mínu sjónarhorni á þetta, sem algerum amatör, en engu að síður áhorfanda, sem borgar fyrir að sjá þessa keppni:
Ég vil byrja á því að þakka fyrir skemmtilega keppni, og frábært framtak, sem ég er nokkuð viss um að er unnið í sjálfboðavinnu að mestum hluta, og aðgangseyrir fari í að greiða kostnaið og vonandi í fjáröflun fyrir bílaklúbb Akureyrar..en ....
Mér finnst bara stórlega ábótavant ýmsu í skipulagningunni á þessari keppni (eins og það hefur verið..t.d í fyrra).
Í fyrsta lagi, þá verður að reyna að undirbúa hlutina þannig að tafir verði sem minnstar, og helst engar. Einhver hér á undan talaði um að hægt hefði verið að dotta á milli ferða í keppninni..ýmindið ykkur hvernig það er fyrir þá áhorfendur sem borguðu sig inná þetta ?
2. menn koma til að sjá tryllitæki, sem þeir sjá ekki á hverjum degi..heyra hljóði..finna lyktina, og skynja aflið og hraðann. Menn sjá mikið af skemmtilegum tækjum. Því er mér algerlega óskiljanlegt afhverju er verið að keppa í flokkum eins og til dæmis þessum trukkaflokk, þar sem eru pick up bílar, sem maður sér í tonnatali á götunum á hverjum einasta degi að reyna að þenja sig.. það heyrist ekkert flott hljóð í þessum bílu...þeir fara ekkert hratt...taka ekki hratt af stað, og það hafa afskaplega fáir gaman af því að sjá þá spyrna hver við annan, nema kanski þeir sem sitja í þeim. Flokkarnir eru nógu margir nú þegar, þó ekki sé verið að bæta svona grútleiðinlegum tækjum inní þetta. Afhverju er ekki líka keppt í +20 tonna flokki, sexhjólaflokki...díselflokki...eða guð má vita hvað ? Af því að það er grútleiðinlegt að horfa á þetta..rétt eins og það var grútleiðinlegt að horfa á fjórhjólin í sandspyrnunni...þessi tæki hafa ekkert að bjóða sem hin tækin á staðnum hafa ekki.
3. Áhorfendur : Það er bara einfaldlega ekki hægt, að bjóða mönnum uppá þá skelfingu sem var þarna í fyrra. Maður borgar talsverða upphæð til að koma og sjá þetta, og sér svo ekki baun !!!! Þegar þú ætlar að fara með fjölskylduna að sjá þetta, þá er þetta talsverður peningur. Fyrir utan að þurfa að bíða..og bíða..og bíða...og bíða lengur...nánast endalaust..og þurfa að róa konuna, og börnin..og segja þeim að þetta sé alveg að fara að gerast.. þá nær það ekki nokkurri átt, að maður þurfi að reyna að teygja sig upp fyrir hausana á þeim sem eru fyrir framan sig, til þess að reyna að sjá einhverja ögn. Afhverju endaði til dæmis grindverkið við Braggana í fyrra...afhverju mátti það ekki ná alveg að litlu kaffistofunni ?? það var grindverk þar líka..en þar gátu menn klesst nefinu upp að grindverkinu ókeypis...og nota bene..brautin náði miklu lengra en að bröggunum. Það er bara ekki hægt að hleypa endalaust af fólki inná þessa keppni, ef fólk borgar fyrir þetta.. svo sér helmingurinn ekki neitt!!! Ég var MJÖG ósáttur við þetta í fyrra.
4. Tímatökurnar... jesús minn... þegar tímatökurnar voru loksins að verða búnar.. þá var fólk farið að tínast af svæðinu aftur, því þetta tók ALLT OF LANGAN TÍMA!!!... ég er þess fullviss að þetta þarf ekki að taka svona óskaplega langan tíma.
5. Mig langar að benda mönnum á það, að það væri t.d hægt að leysa þetta með áhorfendavandann að hluta til, með því til dæmis, að fá á svæðið svona þúsund vörubretti og raða þeim upp í "tröppur", svona einskonar stúku...svo menn gæti komið sér fyrir þar, og séð býsna vel bara...að keppni lokinni, þá væri einfaldlega hægt að skila þessum brettum aftur til eigandans.... Þetta er gert víða, þegar þarf að skella upp bráðabirgðarstúku eða sviði.
--
Læt þetta nægja í bili, enda nóg komið af röfli..en ég bendi mönnum sterklega á þá staðreynd, að þessi póstur var ekki settur inn, til þess að vera með leiðindi og vesen, heldur frekar til að benda mönnum á , hvernig þetta horfir við okkur áhorfendunum, sem komum ekki nálægt þessu að öðru leyti.
Með von um góð svör..og með vinsemd...
Kvasir, Akureyri.