Það er flott að loksins séu slikkar og nítró leyft, einnig gaman að hjólin fá að brumma þarna aftur.
En ég verð að tuða um keppnina þarna í fyrra að manni var sagt að mæta snemma því að það væri svo mikil mæting, ok ég mætti um hálf þrjú, en komm on ég var búinn um níu eða tíu leytið um kvöldið og samt var ég í fjarka flokknum þar sem voru bara örfáir(7 minnir mig) að keppa í!!!
Hvernig á það að ganga með hjólunum líka? Tveggja daga keppni? Þessi keppni gekk svo seint fyrir sig að maður gat náð upp svefni milli runna
Ég skil alveg aðstöðuleysið í þessari götu þarna og vona að það verði gert eitthvað betra en síðast, en það sem fór mest í mig var þessi "snillingur" sem stjórnaði trénu, hann ræsti mig og Jón Þór á Meganenum meðan Jón þór var að stage-a sig inn í bakgír.
Jæja nóg af tuðinu, ég fer að hljóma eins og kelling á túr. Vona að keppnin í ár verði geðveik með nýju reglunum.
Kv.
Björn K.